„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“ Snorri Másson skrifar 17. júní 2022 20:47 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt. Það var tólf manna hópur pólskra kvenna ásamt tveimur leiðsögumönnum frá íslensku fyrirtæki sem lögðu af stað upp á Hvannadalshnjúk um miðja nótt aðfararnótt fimmtudags. Ætla má að hópurinn hafi verið kominn upp á topp um hádegi á fimmtudegi og svo var haldið aftur niður. Það var á leiðinni niður sem staðsetningarbúnaðurinn brást, hópurinn gat ekki haldið áfram og kallaði eftir hjálp. „Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum þá leit þetta út fyrir að vera frekar einfalt, þótt það sé ekkert einfalt þarna uppi. En fljótlega þegar sleðamennirnir koma upp að jökli og eru að græja sig þar, færist þetta í þá áttina að þetta verði frekar flókið,“ segir Jens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þetta var hiti við frostmark, rigning, slydda og snjókoma, þannig að þetta voru ekki góðar aðstæður og skyggnið var bara ekki neitt,“ segir Jens. Aðstæður voru virkilega krefjandi við björgunaraðgerðir á Vatnajökli í nótt.Aðsend mynd Það er ekkert grín að koma fjórtán manns niður af jökli; sem gerði þetta tímafrekt. Klukkan þrjú í dag, um einum og hálfum sólarhring eftir að lagt var af stað, hafði öllu fólkinu verið komið niður úr fjalli og til Hafnar í Hornafirði. „Fólk var orðið nokkuð bratt þegar það kom niður. En þegar það var komið að þeim uppi á jökli var fólkinu mjög kalt og ástandið var farið að verða nokkuð krítískt þarna uppi,“ segir Jens. „Ég held að fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur og ég held að það séu allir fegnir því að þetta hafi farið svona vel. Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Næstu dögum ver hópurinn í að jafna sig eftir það sem margir telja eitt mesta björgunarafrek á jöklinum í langan tíma. Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Það var tólf manna hópur pólskra kvenna ásamt tveimur leiðsögumönnum frá íslensku fyrirtæki sem lögðu af stað upp á Hvannadalshnjúk um miðja nótt aðfararnótt fimmtudags. Ætla má að hópurinn hafi verið kominn upp á topp um hádegi á fimmtudegi og svo var haldið aftur niður. Það var á leiðinni niður sem staðsetningarbúnaðurinn brást, hópurinn gat ekki haldið áfram og kallaði eftir hjálp. „Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum þá leit þetta út fyrir að vera frekar einfalt, þótt það sé ekkert einfalt þarna uppi. En fljótlega þegar sleðamennirnir koma upp að jökli og eru að græja sig þar, færist þetta í þá áttina að þetta verði frekar flókið,“ segir Jens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þetta var hiti við frostmark, rigning, slydda og snjókoma, þannig að þetta voru ekki góðar aðstæður og skyggnið var bara ekki neitt,“ segir Jens. Aðstæður voru virkilega krefjandi við björgunaraðgerðir á Vatnajökli í nótt.Aðsend mynd Það er ekkert grín að koma fjórtán manns niður af jökli; sem gerði þetta tímafrekt. Klukkan þrjú í dag, um einum og hálfum sólarhring eftir að lagt var af stað, hafði öllu fólkinu verið komið niður úr fjalli og til Hafnar í Hornafirði. „Fólk var orðið nokkuð bratt þegar það kom niður. En þegar það var komið að þeim uppi á jökli var fólkinu mjög kalt og ástandið var farið að verða nokkuð krítískt þarna uppi,“ segir Jens. „Ég held að fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur og ég held að það séu allir fegnir því að þetta hafi farið svona vel. Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Næstu dögum ver hópurinn í að jafna sig eftir það sem margir telja eitt mesta björgunarafrek á jöklinum í langan tíma.
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30
Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00