„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“ Snorri Másson skrifar 17. júní 2022 20:47 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt. Það var tólf manna hópur pólskra kvenna ásamt tveimur leiðsögumönnum frá íslensku fyrirtæki sem lögðu af stað upp á Hvannadalshnjúk um miðja nótt aðfararnótt fimmtudags. Ætla má að hópurinn hafi verið kominn upp á topp um hádegi á fimmtudegi og svo var haldið aftur niður. Það var á leiðinni niður sem staðsetningarbúnaðurinn brást, hópurinn gat ekki haldið áfram og kallaði eftir hjálp. „Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum þá leit þetta út fyrir að vera frekar einfalt, þótt það sé ekkert einfalt þarna uppi. En fljótlega þegar sleðamennirnir koma upp að jökli og eru að græja sig þar, færist þetta í þá áttina að þetta verði frekar flókið,“ segir Jens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þetta var hiti við frostmark, rigning, slydda og snjókoma, þannig að þetta voru ekki góðar aðstæður og skyggnið var bara ekki neitt,“ segir Jens. Aðstæður voru virkilega krefjandi við björgunaraðgerðir á Vatnajökli í nótt.Aðsend mynd Það er ekkert grín að koma fjórtán manns niður af jökli; sem gerði þetta tímafrekt. Klukkan þrjú í dag, um einum og hálfum sólarhring eftir að lagt var af stað, hafði öllu fólkinu verið komið niður úr fjalli og til Hafnar í Hornafirði. „Fólk var orðið nokkuð bratt þegar það kom niður. En þegar það var komið að þeim uppi á jökli var fólkinu mjög kalt og ástandið var farið að verða nokkuð krítískt þarna uppi,“ segir Jens. „Ég held að fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur og ég held að það séu allir fegnir því að þetta hafi farið svona vel. Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Næstu dögum ver hópurinn í að jafna sig eftir það sem margir telja eitt mesta björgunarafrek á jöklinum í langan tíma. Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Það var tólf manna hópur pólskra kvenna ásamt tveimur leiðsögumönnum frá íslensku fyrirtæki sem lögðu af stað upp á Hvannadalshnjúk um miðja nótt aðfararnótt fimmtudags. Ætla má að hópurinn hafi verið kominn upp á topp um hádegi á fimmtudegi og svo var haldið aftur niður. Það var á leiðinni niður sem staðsetningarbúnaðurinn brást, hópurinn gat ekki haldið áfram og kallaði eftir hjálp. „Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum þá leit þetta út fyrir að vera frekar einfalt, þótt það sé ekkert einfalt þarna uppi. En fljótlega þegar sleðamennirnir koma upp að jökli og eru að græja sig þar, færist þetta í þá áttina að þetta verði frekar flókið,“ segir Jens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þetta var hiti við frostmark, rigning, slydda og snjókoma, þannig að þetta voru ekki góðar aðstæður og skyggnið var bara ekki neitt,“ segir Jens. Aðstæður voru virkilega krefjandi við björgunaraðgerðir á Vatnajökli í nótt.Aðsend mynd Það er ekkert grín að koma fjórtán manns niður af jökli; sem gerði þetta tímafrekt. Klukkan þrjú í dag, um einum og hálfum sólarhring eftir að lagt var af stað, hafði öllu fólkinu verið komið niður úr fjalli og til Hafnar í Hornafirði. „Fólk var orðið nokkuð bratt þegar það kom niður. En þegar það var komið að þeim uppi á jökli var fólkinu mjög kalt og ástandið var farið að verða nokkuð krítískt þarna uppi,“ segir Jens. „Ég held að fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur og ég held að það séu allir fegnir því að þetta hafi farið svona vel. Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Næstu dögum ver hópurinn í að jafna sig eftir það sem margir telja eitt mesta björgunarafrek á jöklinum í langan tíma.
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30
Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent