Haukar Þrastarson og samherjar hans hjá pólska liðinu Kielce bíða Barcelona í úrslitaleiknum. Kielce bar sigurorð af Veszprém í hinum undanrúrslitaleiknum fyrr í dag.
Haukur Þrastarson, leikstjórnandi islenska landsliðsins, skoraði eitt mark í þeim leik.
Það var sterkur varnarleikur og góð markvarsla Perez de Vargas sem var lykillinn að sigri Katalóníuliðsins í leiknum.
Þetta þriðja árið í röð sem Barcelona leikur til úrslita í keppninni. Raunar á spænska liðið titil að verja.
Kielce og Barcelona leiddu saman hesta sína tvisvar sinnum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur og þar fór Kielc með sigur af hólmi í báðum viðureignum.