Fótbolti

Man. City mögulega að skipta um vinstri bakvörð

Hjörvar Ólafsson skrifar
Marc Cucurella hefur vakið áhuga hjá stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni. 
Marc Cucurella hefur vakið áhuga hjá stóru liðunum í ensku úrvalsdeildinni.  Vísir/Getty

Manchester City hefur borið víurnar í spænska landsliðsbakvörðinn Marc Cucurella sem sló í gegn með Brighton á síðasta keppnistímabili.

Cucurella gekk til liðs við Brighton frá Getafe fyrir 15 milljónir punda síðasta sumar. 

Vinstri bakvörðurinn á fjögur ár eftir af samningi sínum við Brighton og talið er að það þurfi hátt kauptilboð til þess að mávarnir leyfi Cucurella að fara. 

Joao Cancelo er fyrsti kostur í vinstri bakvarðarstöðuna hjá Manchester City og Oleksandr Zinchenko hefur veitt honum samkeppni.

Zincenko er nú orðaður við Arsenal, West Ham United og Everton og Manchester City mun leita til Cucurella ef Úkraínumaðurinn mun söðla um. 

Ríkjandi meistarar, Manchester City, hafa nú þegar keypt framherjann Erling Haaland frá Borussia Dortmund í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×