Eiður Smári þekkir ágætlega til í Kaplakrika en árið 2020 tók hann, ásamt Loga Ólafssyni, við þjálfun FH eftir að Ólafur Kristjánsson söðlaði um og fór til Esbjerg í Danmörku. Undir stjórn þeirra endaði FH í öðru sæti deildarinnar sem var þó ekki hætt vegna Covid-19 faraldursins.
Samkvæmt sömu heimildum þá mun Sigurvin Ólafsson vera Eiði Smára til aðstoðar en hann er sem stendur aðstoðarþjálfari KR og aðalþjálfari KV.
Fréttin verður uppfærð.