Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 08:27 Alríkislögreglumenn bera kista með líkamsleifum sem fundust af Bruno Pereira og Dom Phillips í Amasonfrumskóginum. AP/Eraldo Peres Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Tveir bræður voru upphaflega handteknir en þeir játuðu að hafa drepið Dom Philipps, breskan blaðamann, og Bruno Pereira, frumbyggjafræðing, fyrr í þessum mánuði. Þeir sögðust jafnframt hafa bútað lík þeirra niður. Þriðji maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar eru nú grunaðir um að hafa hjálpað til við að fela lík mannanna tveggja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frekari upplýsingar um þá grunuðu hafa ekki verið gefnar út. Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru á ferðalagi í frumskóginum vestast í Brasilíu 5. júní. Annar bræðranna leiddi lögreglu á endanum að staðnum sem lík þeirra voru grafin. Kennsl voru borin á líkin á föstudag. Lögreglan sagði um helgina að Pereira og Phillips hefðu verið skotnir til bana með veiðiriffli, Philipps einu skoti en Pereira þremur. Javari-dalurinn þar sem tvímenningarnir voru myrtir er þekktur fyrir ólöglegar fiskveiðar, námugröft, skógarhögg og fíkniefnasmygl. Vopnuð átök á milli glæpagengja, útsendara brasilísku alríkisstjórnarinnar og ýmissa frumbyggjahópa blossa þar upp reglulega. Phillips og Pereira eru sagðir hafa unnið að umfjöllun um slík átök. Samtök frumbyggja segja að Pereira hafi borist líflátshótanir í aðdraganda ferðar þeirra. Brasilía Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Tveir bræður voru upphaflega handteknir en þeir játuðu að hafa drepið Dom Philipps, breskan blaðamann, og Bruno Pereira, frumbyggjafræðing, fyrr í þessum mánuði. Þeir sögðust jafnframt hafa bútað lík þeirra niður. Þriðji maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar eru nú grunaðir um að hafa hjálpað til við að fela lík mannanna tveggja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frekari upplýsingar um þá grunuðu hafa ekki verið gefnar út. Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru á ferðalagi í frumskóginum vestast í Brasilíu 5. júní. Annar bræðranna leiddi lögreglu á endanum að staðnum sem lík þeirra voru grafin. Kennsl voru borin á líkin á föstudag. Lögreglan sagði um helgina að Pereira og Phillips hefðu verið skotnir til bana með veiðiriffli, Philipps einu skoti en Pereira þremur. Javari-dalurinn þar sem tvímenningarnir voru myrtir er þekktur fyrir ólöglegar fiskveiðar, námugröft, skógarhögg og fíkniefnasmygl. Vopnuð átök á milli glæpagengja, útsendara brasilísku alríkisstjórnarinnar og ýmissa frumbyggjahópa blossa þar upp reglulega. Phillips og Pereira eru sagðir hafa unnið að umfjöllun um slík átök. Samtök frumbyggja segja að Pereira hafi borist líflátshótanir í aðdraganda ferðar þeirra.
Brasilía Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29