„Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. júní 2022 21:00 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, opnaði Elliðaárnar í morgun með Reykvíkingum ársins, þeim Kamilu og Marco. Reykjavíkurborg/Bjarni Brynjólfsson Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur. Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur.
Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30