Í myndbandi frá góðgerðartónleikunum sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlinum Tiktok má sjá söngkonuna kynna Emme á svið með kynhlutlausu fornörnunum they/them. Þegar Emme steig á svið höfðu þau hljóðnema með regnbogafána hinseginsamfélagsins í hönd. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.
Emme og Lopez sungu lagið A Thousand Years með Christinu Perri við mikinn fögnuð viðstaddra. Myndband af flutningi dúósins á Super Bowl má sjá hér að neðan.