Vaktin: Handtaka eigin stjórnmálamann fyrir njósnir Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 21. júní 2022 08:29 Ivan Bakanov er leiðtogi úkraínsku leyniþjónustunnar. EPA/Sergey Dolzhenko Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið háttsettan stjórnmálamann og viðskiptamógúl vegna gruns um að hann starfi fyrir Rússa. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa safnað öllum liðsafla sínum saman nærri borginni Sieverodonetsk. Hart er barist á svæðinu og Rússar sagðir stefna að því að ná mörkum Luhansk fyrir vikulok. Rússar eru æfareiðir þar sem lokað hefur verið á flutning vara um Litháen frá meginlandi Rússlands til Kalíngrad. Sendiherra Litháen í Moskvu hefur þegar verið kallaður á teppið og fregnir herma að sendiherra ESB hafi einnig verið boðaður á fund. Rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa gert árásir á þrjá gasborpalla suður af Odesa. Sjálfir segjast Úkraínumenn hafa notað vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á skotmörk á Svartahafi. Úkraínumenn segja Rússa hafa eyðilagt vöruhús í Odesa í gær, sem geymdi matvæli. Tyrkir segja viðræður við Svía og Finna um aðild síðarnefndu að Atlantshafsbandalaginu enn standa yfir. Þeir gera ekki ráð fyrir að niðurstaða fáist í þær fyrir ráðstefnu Nató í næsta mánuði.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu hefur handtekið háttsettan stjórnmálamann og viðskiptamógúl vegna gruns um að hann starfi fyrir Rússa. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa safnað öllum liðsafla sínum saman nærri borginni Sieverodonetsk. Hart er barist á svæðinu og Rússar sagðir stefna að því að ná mörkum Luhansk fyrir vikulok. Rússar eru æfareiðir þar sem lokað hefur verið á flutning vara um Litháen frá meginlandi Rússlands til Kalíngrad. Sendiherra Litháen í Moskvu hefur þegar verið kallaður á teppið og fregnir herma að sendiherra ESB hafi einnig verið boðaður á fund. Rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa gert árásir á þrjá gasborpalla suður af Odesa. Sjálfir segjast Úkraínumenn hafa notað vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á skotmörk á Svartahafi. Úkraínumenn segja Rússa hafa eyðilagt vöruhús í Odesa í gær, sem geymdi matvæli. Tyrkir segja viðræður við Svía og Finna um aðild síðarnefndu að Atlantshafsbandalaginu enn standa yfir. Þeir gera ekki ráð fyrir að niðurstaða fáist í þær fyrir ráðstefnu Nató í næsta mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira