Eiður Smári: Kem ekki í FH með töfrasprota Andri Már Eggertsson skrifar 21. júní 2022 21:34 Eiður Smári var nokkuð jákvæður í endurkomu sinni sem þjálfari FH Vísir/Hulda Margrét FH gerði 1-1 jafntefli gegn ÍA á Norðurálsvellinum í endurkomu. Eiði Smára Guðjohnsen, þjálfara FH, fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða í erfiðum aðstæðum. „Mér fannst við byrja leikinn nokkuð vel en það vantaði gæði inn á milli. Aðstæður voru ekki auðveldar en við sýndum mikla þolinmæði marki undir. Það var ekki auðvelt að skora gegn ÍA sem voru þéttir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Vísi eftir leik. Veðrið setti mikið strik í reikninginn og voru aðstæður erfiðar. Eiður var ánægður með vinnusemi liðsins. „Mér fannst vinnusemin upp á tíu. Það var karakter að koma til baka þar sem við héldum trú og þolinmæði og uppskárum eftir því.“ Davíð Snær Jóhannsson fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik en Eiður hafði ekki séð atvikið í endursýningu. „Ég er ekki búinn að sjá atvikið aftur, hugsanlega var þetta gult en þá hefði hann fengið seinna gula spjaldið. Mér skilst síðan að við hefðum átt að fá víti.“ Þetta var fyrsti leikur FH í endurkomu Eiðs Smára sem taldi sig ekki vera með neinn töfrasprota. „Það kemur enginn þjálfari inn með töfrasprota. Ég og Sigurvin [Ólafsson] höfum verið hérna í tvo daga og það sem við vildum sjá var liðsheild sem mér fannst við sjá en annars má bæta margt.“ Gunnar Nielsen hefur ekki verið í marki FH eftir landsleikjahlé vegna meiðsla og sagði Eiður að það væri ólíklegt að hann myndi spila næsta leik í bikar en ætti að vera leikfær eftir það. FH Besta deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Mér fannst við byrja leikinn nokkuð vel en það vantaði gæði inn á milli. Aðstæður voru ekki auðveldar en við sýndum mikla þolinmæði marki undir. Það var ekki auðvelt að skora gegn ÍA sem voru þéttir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Vísi eftir leik. Veðrið setti mikið strik í reikninginn og voru aðstæður erfiðar. Eiður var ánægður með vinnusemi liðsins. „Mér fannst vinnusemin upp á tíu. Það var karakter að koma til baka þar sem við héldum trú og þolinmæði og uppskárum eftir því.“ Davíð Snær Jóhannsson fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik en Eiður hafði ekki séð atvikið í endursýningu. „Ég er ekki búinn að sjá atvikið aftur, hugsanlega var þetta gult en þá hefði hann fengið seinna gula spjaldið. Mér skilst síðan að við hefðum átt að fá víti.“ Þetta var fyrsti leikur FH í endurkomu Eiðs Smára sem taldi sig ekki vera með neinn töfrasprota. „Það kemur enginn þjálfari inn með töfrasprota. Ég og Sigurvin [Ólafsson] höfum verið hérna í tvo daga og það sem við vildum sjá var liðsheild sem mér fannst við sjá en annars má bæta margt.“ Gunnar Nielsen hefur ekki verið í marki FH eftir landsleikjahlé vegna meiðsla og sagði Eiður að það væri ólíklegt að hann myndi spila næsta leik í bikar en ætti að vera leikfær eftir það.
FH Besta deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira