Pablo Punyed: Betri á pappír en allt getur gerst í fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 21. júní 2022 21:48 Pablo Punyed fagnar einu marka Víkings í leiknum með liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Víkingur kjöldróg Levadia frá Tallinn í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld. Pablo Punyed stjórnaði miðjunni og leik sinna manna af einstakri list, lagði upp tvö mörk og var einn af mönnum leiksins. Beðið hafði verið með ákveðinni eftirvæntingu eftir leiknum en Arnar Gunnlaugsson hafði talað um að Levadia væri besta liðið í þessu móti. Áhyggjurnar, ef einhverjar voru, reyndust óþarfi því leikurinn endaði 6-1 fyrir Víkinga. Pablo Punyed var spurður að því hvort lausn verkefnisins hafi verið auðveldari en menn bjuggust við. „Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum á því að fá víti á okkur og lenda 1-0 undir en við sýndum geggjaðan karakter í því að koma til baka og íslensku aðstæðurnar hjálpuðu okkur í dag. Mikil rigning og rok en frábær leikur hjá okkur í dag.“ Pablo var þá spurður að því hvað Víkingur var að gera rétt í leiknum í dag. „Það var pressan og augnablikin sem pressan skapaði. Við pressuðum og pressuðum og þegar við vorum með boltann þá vorum við að skapa færi. Svo erum við með menn innanborðs sem hafa x-faktorinn eins og Kristal Mána, Erling og Niko. Þeir gerðu vel frammi og það var frábært að fá þessa menn í gang.“ Fann ekki fyrir meiðslum í þessum leik Pablo var tekinn út af í leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð og var hann spurður að því hvernig standið væri á honum en hann átti mjög góðan leik í dag. „Ég var ekki meiddur. Ég fann fyrir einhverju aftan í lærinu og vildi ekki taka sénsinn vitandi af þessum leik þannig að það var ákveðið að taka mig út af í Vestmannaeyjum. Ég var fínn í dag og stefni að því að spila á föstudaginn.“ Að lokum var spurt út í viðureignina á föstudaginn en InterEscaldes bíða Víkinga í úrslitaleiknum um að spila við Malmö í Meistaradeildinni og eru þeir sýnd veiði en ekki gefin að margra mati. „Já á pappírnum þá erum við betri en allt getur gerst í fótboltanum. Við viljum vera faglegir og við vitum að liðið frá Andorra og hægja á tempóinu og við þurfum að vera Víkingur og spila okkar leik. Við höfum gæðin til að klára leikinn en við verðum að taka eitt þrep í einu og komast í okkar takt og klára leikinn á föstudaginn.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Beðið hafði verið með ákveðinni eftirvæntingu eftir leiknum en Arnar Gunnlaugsson hafði talað um að Levadia væri besta liðið í þessu móti. Áhyggjurnar, ef einhverjar voru, reyndust óþarfi því leikurinn endaði 6-1 fyrir Víkinga. Pablo Punyed var spurður að því hvort lausn verkefnisins hafi verið auðveldari en menn bjuggust við. „Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum á því að fá víti á okkur og lenda 1-0 undir en við sýndum geggjaðan karakter í því að koma til baka og íslensku aðstæðurnar hjálpuðu okkur í dag. Mikil rigning og rok en frábær leikur hjá okkur í dag.“ Pablo var þá spurður að því hvað Víkingur var að gera rétt í leiknum í dag. „Það var pressan og augnablikin sem pressan skapaði. Við pressuðum og pressuðum og þegar við vorum með boltann þá vorum við að skapa færi. Svo erum við með menn innanborðs sem hafa x-faktorinn eins og Kristal Mána, Erling og Niko. Þeir gerðu vel frammi og það var frábært að fá þessa menn í gang.“ Fann ekki fyrir meiðslum í þessum leik Pablo var tekinn út af í leiknum á móti ÍBV í síðustu umferð og var hann spurður að því hvernig standið væri á honum en hann átti mjög góðan leik í dag. „Ég var ekki meiddur. Ég fann fyrir einhverju aftan í lærinu og vildi ekki taka sénsinn vitandi af þessum leik þannig að það var ákveðið að taka mig út af í Vestmannaeyjum. Ég var fínn í dag og stefni að því að spila á föstudaginn.“ Að lokum var spurt út í viðureignina á föstudaginn en InterEscaldes bíða Víkinga í úrslitaleiknum um að spila við Malmö í Meistaradeildinni og eru þeir sýnd veiði en ekki gefin að margra mati. „Já á pappírnum þá erum við betri en allt getur gerst í fótboltanum. Við viljum vera faglegir og við vitum að liðið frá Andorra og hægja á tempóinu og við þurfum að vera Víkingur og spila okkar leik. Við höfum gæðin til að klára leikinn en við verðum að taka eitt þrep í einu og komast í okkar takt og klára leikinn á föstudaginn.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira