Fátt um svör hjá Icelandair eftir að allur farangurinn týndist Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 23:52 Farþegar Icelandair hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Farþegar flugsins FI506 á vegum Icelandair til Schiphol flugvallar í Hollandi hafa ekki enn fengið farangurinn sinn afhentan síðan þau lentu um hádegi síðastliðinn mánudag. Farþegar hafa lítil svör fengið frá Icelandair þrátt fyrir að hafa reynt að hafa samband símleiðis og með netspjalli. „Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“ Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
„Tengdapabbi minn var að bjóða allri stórfjölskyldunni í þetta frí, við erum alveg tíu eða ellefu saman,“ segir Ásgeir Stefánsson, einn farþega úr fluginu. Ásgeir segir engan hafa fengið töskurnar sínar. „Við höfum engar fréttir enn þá fengið hvar töskurnar eru niður komnar eða hvenær við fáum þær.“ „Það er náttúrulega enginn með sundföt eða snyrtivörur eða neitt þannig við bara fórum og keyptum okkur helstu nauðsynjar og vonum bara að okkar ferðatryggingar eða Icelandair borgi okkur einhvern hluta af skaðanum af því við náttúrulega viljum ekki að þetta eyðileggi fríið,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir alla hafa verið þreytta og pirraða en vonar að þau geti nú farið að njóta eftir að hafa keypt sér helstu nauðsynjar. Hópurinn keypti föt til skiptanna í Primark.Aðsent Það er þó ekki einungis fatnaður eða snyrtivörur sem fjölskyldan saknar. „Við lásum einhvers staðar að það væri ekki æskilegt að hafa mikið af lyfjum í handfarangri og að nálar væru ekki leyfðar en þetta kennir manni að vera við öllu viðbúinn og taka allt með í vélina sem þarf að nota. Sonur okkar er með slæmt exem og getur fengið slæm kláðaköst og er bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Maður er ekki viss hvað má taka með sér og hvað ekki en lærir af þessu.“ Smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita „Maður var sjálfur búinn að vera að sjá fréttir á erlendum fréttamiðlum að ástandið á Schiphol væri slæmt, væru einhver verkföll og það væri farangur að hlaðast upp og svona vesen sko, þess vegna er maður smá svekktur að hafa ekki verið látinn vita að ástandið væri svona.“ Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ „Við höfum ekki fengið neinn tölvupóst eða hringingu frá Icelandair.“
Holland Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira