Mané lék með Liverpool á árunum 2016-22 og vann allt sem hægt var að vinna með félaginu. Hann skoraði 120 mörk í 269 leikjum fyrir Rauða herinn.
Hinn þrítugi Mané er þriðji leikmaðurinn sem Bayern fær í sumar. Áður voru Ryan Gravenberch og Noussair Mazraoui komnir frá Ajax.
„Ég er hæstánægður með að vera loksins kominn til Bayern í München. Við töluðum mikið saman og ég fann strax fyrir miklum áhuga frá þessu frábæra félagi. Það var enginn efi í mínum huga,“ sagði Mané.
Welcome to #FCBayern, Sadio Mané!
— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) June 22, 2022
„Þetta er rétti tíminn fyrir þessa áskorun. Ég vil ná hámarks árangri með félaginu, líka í Evrópukeppni.“
Bayern varð þýskur meistari á síðasta tímabili, tíunda árið í röð. Liðið féll hins vegar úr leik fyrir Villarreal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.