Stúkan um innkomu Antons Loga í byrjunarlið Blika: „Smellur bara eins og flís við rass“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 09:00 Anton Logi Lúðvíksson hefur komið við sögu í átta leikjum Breiaðbliks á leiktíðinni og skorað tvö mörk. Breiðablik „Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stúkunnar um frammistöðu hins 19 ára gamla Antons Loga Lúðvíkssonar í 4-1 sigri Breiðabliks á KA í 10. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira