Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2022 17:12 Haukur tekur viðtal við Graham Phillips við höfn Mariupol. Facebook Haukur Hauksson hefur ferðast á átakasvæði í Úkraínu í boði rússneskra stjórnvalda. Nýlega tók Haukur viðtal við Graham Phillips, annan sjálfstætt starfandi blaðamann, sem nú er sakaður um stríðsglæp. Fjallað var um ferðir Hauks um Úkraínu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segist hann vera á vegum fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands og kveðst mjög gagnrýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vestrænum fjölmiðlum. Haft er eftir Hauki að hann telji Úkraínu hafa þróast út í bananalýðveldi Vesturlanda og að Rússar hafi fengið puttann frá NATO. Haukur hefur sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og þann 19. júní síðastliðinn birti Haukur viðtal við Graham Philips á höfn í Mariupol. Þar segir Graham borgina hafa þurft að sitja undir stjórn „Nasistanna“ en að rússneski herinn hafi gert vel í því að frelsa borgina. Nú séu horfur því góðar í Mariupol. Viðtalið má sjá í heild sinni á Facebook síðu Hauks. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, bendir á það á Twitter að Graham Philips sé nú sakaður um stríðsglæpi í breska þinginu. How it started. How it s going. pic.twitter.com/xrGBeQGGal— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) June 19, 2022 Í umfjöllun Guardian um málið segir að Phillips hafi tekið viðtöl við breska hermenn sem börðust við hlið Úkraínuhers og voru fangaðir af Rússum og dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Mariupol. Maðurinn sem Graham Phillips tók viðtal við heitir Aiden Aslin. Breski þingmaðurinn Robert Jenrick sagði í breska þinginu að myndband sem Phillips birti af Aslin „í handjárnum, illa særður og tekinn nauðugur í viðtal í áróðursskyni“ sé brot á Genfarsáttmálanum sem fjallar um meðferð stríðsfanga. „Blaðamaðurinn Graham Philips gæti verið kærður fyrir stríðsglæp,“ sagði Jenrick jafnframt. Að sögn breskra fjölmiðla var réttarhöldunum í Mariupol ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Í umfjöllun Guardian er skýrt nánar frá því hvernig Philips, einu sinni opinber starfsmaður í Nottingham á Englandi varð rödd yfirvalda í Kreml í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Fjallað var um ferðir Hauks um Úkraínu í Fréttablaðinu í síðustu viku. Þar segist hann vera á vegum fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands og kveðst mjög gagnrýninn á þær fréttir sem birtast af stríðinu í vestrænum fjölmiðlum. Haft er eftir Hauki að hann telji Úkraínu hafa þróast út í bananalýðveldi Vesturlanda og að Rússar hafi fengið puttann frá NATO. Haukur hefur sagt frá ferðalagi sínu á Facebook og þann 19. júní síðastliðinn birti Haukur viðtal við Graham Philips á höfn í Mariupol. Þar segir Graham borgina hafa þurft að sitja undir stjórn „Nasistanna“ en að rússneski herinn hafi gert vel í því að frelsa borgina. Nú séu horfur því góðar í Mariupol. Viðtalið má sjá í heild sinni á Facebook síðu Hauks. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, bendir á það á Twitter að Graham Philips sé nú sakaður um stríðsglæpi í breska þinginu. How it started. How it s going. pic.twitter.com/xrGBeQGGal— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) June 19, 2022 Í umfjöllun Guardian um málið segir að Phillips hafi tekið viðtöl við breska hermenn sem börðust við hlið Úkraínuhers og voru fangaðir af Rússum og dæmdir til dauða fyrir óviðurkenndum dómstóli aðskilnaðarsinna í Mariupol. Maðurinn sem Graham Phillips tók viðtal við heitir Aiden Aslin. Breski þingmaðurinn Robert Jenrick sagði í breska þinginu að myndband sem Phillips birti af Aslin „í handjárnum, illa særður og tekinn nauðugur í viðtal í áróðursskyni“ sé brot á Genfarsáttmálanum sem fjallar um meðferð stríðsfanga. „Blaðamaðurinn Graham Philips gæti verið kærður fyrir stríðsglæp,“ sagði Jenrick jafnframt. Að sögn breskra fjölmiðla var réttarhöldunum í Mariupol ætlað að fæla burt stríðsglæparéttarhöld gegn rússneskum hermönnum í Kænugarði. Í umfjöllun Guardian er skýrt nánar frá því hvernig Philips, einu sinni opinber starfsmaður í Nottingham á Englandi varð rödd yfirvalda í Kreml í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira