Telur líklegt að Rússar skrúfi fyrir gasið í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2022 23:30 Flæði um Nord Stream 1 gasleiðsluna hefur aðeins verið um 40 prósent af fullri flutningsgetu að undanförnu. Stefan Sauer/picture alliance via Getty Images) Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar telur líklegt að Rússar muni skrúfa fyrir gasleiðslurnar til Evrópu í vetur. Í viðtali við BBC sagði Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar, að mögulega væri þetta ekki líklegasti kosturinn í stöðunni en engu að síður eitthvað sem ríki Evrópu þyrftu að búa sig undir. Undanfarin ár hafa Rússar flutt inn gríðarlegt magn af gasi til Evrópu. Þar er gasið nýtt til orkuframleiðslu sem og húshitunar svo dæmi séu tekin. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að ríki Evrópu hafa reynt að draga úr þörf á rússnesku gasi. Fyrir stríð er talið að um fjörutíu prósent af öllu gasi sem nýtt var í Evrópu kæmi frá Rússlandi. Nú er talið að um tuttugu prósent af gasinu komi frá Rússlandi. Greint hefur verið frá því að undanförnu hafi Rússar sent frá sér minna af gasi en gert var ráð fyrir. Rússar hafa kennt tæknilegum örðugleikum um og vísað því á bug að minnkandi framboð sé með ráðum gert af þeirra hálfu. Móttökustað fyrir gas frá Rússlandi nærri Magdeburg í Þýskalandi.Patrick Pleul/picture alliance via Getty Birol telur hins vegar að mögulegt sé að Rússar séu að minnka gasstreymið til að vinna sér inn taktíska stöðu fyrir veturinn. Bendir hann á að minnkandi framboð frá Rússum að undanförnu geri það að verkum að erfitt sé fyrir ríki Evrópu að fylla á gasbirgðirnar fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka það að Rússar finni einhver vandamál hér og þar og afsakanir til þess að senda minna af gasi en samið hefur verið um. Þeir munu jafn vel skrúfa alveg fyrir gasið,“ sagði Birol. Ríki Evrópusambandsins, auk annarra ríkja, hafa að undanförnu lagt umfangsmiklar efnahagsþvinganir á rússneskt efnahagslíf, til þess að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Úkraínu. Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Fatih Birol, forstjóri stofnunarinnar, að mögulega væri þetta ekki líklegasti kosturinn í stöðunni en engu að síður eitthvað sem ríki Evrópu þyrftu að búa sig undir. Undanfarin ár hafa Rússar flutt inn gríðarlegt magn af gasi til Evrópu. Þar er gasið nýtt til orkuframleiðslu sem og húshitunar svo dæmi séu tekin. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að ríki Evrópu hafa reynt að draga úr þörf á rússnesku gasi. Fyrir stríð er talið að um fjörutíu prósent af öllu gasi sem nýtt var í Evrópu kæmi frá Rússlandi. Nú er talið að um tuttugu prósent af gasinu komi frá Rússlandi. Greint hefur verið frá því að undanförnu hafi Rússar sent frá sér minna af gasi en gert var ráð fyrir. Rússar hafa kennt tæknilegum örðugleikum um og vísað því á bug að minnkandi framboð sé með ráðum gert af þeirra hálfu. Móttökustað fyrir gas frá Rússlandi nærri Magdeburg í Þýskalandi.Patrick Pleul/picture alliance via Getty Birol telur hins vegar að mögulegt sé að Rússar séu að minnka gasstreymið til að vinna sér inn taktíska stöðu fyrir veturinn. Bendir hann á að minnkandi framboð frá Rússum að undanförnu geri það að verkum að erfitt sé fyrir ríki Evrópu að fylla á gasbirgðirnar fyrir veturinn. „Ég myndi ekki útiloka það að Rússar finni einhver vandamál hér og þar og afsakanir til þess að senda minna af gasi en samið hefur verið um. Þeir munu jafn vel skrúfa alveg fyrir gasið,“ sagði Birol. Ríki Evrópusambandsins, auk annarra ríkja, hafa að undanförnu lagt umfangsmiklar efnahagsþvinganir á rússneskt efnahagslíf, til þess að refsa rússneskum stjórnvöldum fyrir innrásina í Úkraínu.
Orkumál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira