Segir fertugan Zlatan athyglissjúkan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:30 Samherjarnir fyrrverandi á góðri stundu. Giuseppe Maffia/Getty Images Það fer ekkert á milli mála að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović elskar sviðsljósið. Einn af hans fyrrverandi samherjum, Hakan Çalhanoğlu, hefur litla þolinmæði er kemur að skrípalátum Svíans. Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira