„Ef að ég geri þetta halda þau þá að ég sé að ljúga?“ Elísabet Hanna skrifar 23. júní 2022 10:43 Hafdís Sæland er með það markmið að hjálpa þolendum kynferðisofbeldis. Stöð 2 Hafdís Sæland var beitt kynferðislegu ofbeldi í mörg ár af nánum fjölskylduvini og lagði fram kæru fimmtán ára gömul. Reynslan af kæruferlinu varð kveikjan að sýndarveruleika dómsal sem hún hannaði ásamt Helgu Margréti Ólafsdóttur og Editi Ómarsdóttur. Sýndarveruleika dómsalurinn sem þær hönnuðu er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og er gerður til þess að hjálpa þolendum að undirbúa sig fyrir réttarhöld. Fimmtán ára þegar hún sagði frá kynferðisofbeldinu „Þegar ég var fimmtán ára þá sagði ég foreldrum mínum frá því og þau fóru bara af stað og töluðu við lögregluna og þetta fór í kæruferli,“ segir Hafdís um sína eigin reynslu. „Á þeim tímapunkti þá ákvað ég að ég ætlaði hundrað prósent að vinna við að hjálpa fólki sem hefur lent í ofbeldi.“ Hugmyndin kom í lokaverkefninu Hafdís segist hafa séð það fyrir sér að verða lögfræðingur, lögreglukona eða sálfræðingur en með tímanum fór hún þó aðrar leiðir og lærði tölvunarfræði. Þegar kom að lokaverkefninu í náminu fór hún ásamt Helgu og Edit til lögreglunnar þar sem þær vildu vinna að verkefni sem myndi bæta samfélagið og auðvelda þeim sín störf. Út frá því spratt hugmyndin um sýndarveruleika dómstólinn en markmiðið með sýndarveruleika dómsalnum er að hjálpa og undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöld. Var ung þegar kynferðisofbeldið byrjaði Sjálf var Hafdís ung þegar kynferðisofbeldið hófst. „Ég veit ekki alveg hvað ég var gömul þegar það byrjaði því ég var mjög ung og alveg þangað til ég varð fimmtán ára,“ segir Hafdís en líkt og áður sagði var gerandinn mjög náinn fjölskyldunni og fór málið fyrir dóm eftir að hún sagði foreldrum sínum frá því: „Sem fimmtán ára ertu alls ekki fullorðinn einstaklingur en þú ert samt það fullorðin að þú þarft að fara fyrir dóm.“ Var stressuð að fara í aðstæðurnar Hún segist ekki hafa vitað að hún þyrfti að fara fyrir dóm og hefði líklega ekki valið að gera það ef það væri undir henni komið. Hún segist hafa velt því mikið fyrir sér hvernig dómsalurinn myndi vera og í hvernig aðstæður hún væri að fara. Hún segir sýndarveruleikann sem þær hönnuðu geta hjálpað þolendum að undirbúa sig, að kynna umhverfið fyrir þeim og hjálpa þeim að átta sig á aðstæðunum og „það er í lagi að biðja þau um að stoppa og taka pásu,“ segir hún og bætir við: „Ég hélt bara að ég ætti bara að tala og fara í gegnum þetta og að ég mætti alls ekki gráta eða að ég ætti að gráta mikið.“ Óttaðist að gera eitthvað vitlaust Hafdís var hrædd um að fólk myndi halda að hún væri að ljúga og segir samfélagið ekki hafa verið jafn meðvitað um það þá og það er í dag hvernig það ætti að styðja við þolendur kynferðisofbeldis. Hafdís segist hafa óttast það að gera eða segja eitthvað vitlaust og hugsaði oft: „Ef að ég geri þetta halda þau þá að ég sé að ljúga?“ Hún er þó afar þakklát foreldrum sínum sem stóðu þétt við bakið á henni í gegnum ferlið. Nákvæm eftirlíking Salurinn sem þær hönnuðu er nákvæm eftirlíking af dómsal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur og eru allar fjarlægðir réttar. „Þegar við fórum og skoðuðum salinn var það sjokk fyrir okkur að sjá hvað hann var ótrúlega lítill og hvað þú situr nálægt sakborningi,“ segir Hafdís og telur það geta haft áhrif á málið að koma í aðstæður sem koma þér á óvart. „Ég efast ekki um að þetta muni hjálpa mjög mörgum og ég vona bara að fólk muni nýta sér þetta því ég held að þetta geti gert svo ótrúlega góða hluti fyrir fólk sem er að fara fyrir dóm,“ segir Hafdís. „Þú veist fjarlægðina, þú veist hvernig veggirnir eru á litinn, þú veist að það heyrist í loftræstikerfinu og þú veist hverjir verða þar.“ Hafdís vonast til þess að geta hjálpað „Það besta sem þú getur gert er að segja frá og tala við einhvern,“ segir Hafdís þegar hún er beðin um ráð til þeirra sem hafa lent í kynferðisofbeldi. „Ég held að það versta sem þú getur gert er að halda þessu inni í þér.“ Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan: Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Ísland í dag Tengdar fréttir Kossasjálfa og bannað að tala um börnin í fríinu Athafna- og fjölmiðlakonan Guðbjörg Gissurardóttir keypti sér eldgamlan, rauðan húsbíl á Bland sem hún nefndi Runólf og ferðast um landið og ræktar sambandið með eiginmanni sínum Jóni Árnasyni en þau fóru meðal annars í brúðkaupsferðina sína á bílnum. 22. júní 2022 10:33 „Fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa“ Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir og fjölskyldan hennar hafa ferðast um allan heim án þess að borga fyrir húsnæði. Það var einn snjóþungan vetur sem hún fékk nóg af því að allir væru alltaf blautir í fæturna og ákvað að leita lausna. 3. júní 2022 11:01 „Lifði hamingjusöm til æviloka“ Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. 2. júní 2022 16:30 Plöntur sem fæla frá lúsmý Það eru til ákveðnar plöntur sem hreinlega fæla frá lúsmý og ýmis skordýr. Vala Matt kynnti sér málið í síðustu viku í Íslandi í dag á Stöð 2 en umræddar plöntur eru einnig fallegar. 20. júní 2022 16:31 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Sýndarveruleika dómsalurinn sem þær hönnuðu er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og er gerður til þess að hjálpa þolendum að undirbúa sig fyrir réttarhöld. Fimmtán ára þegar hún sagði frá kynferðisofbeldinu „Þegar ég var fimmtán ára þá sagði ég foreldrum mínum frá því og þau fóru bara af stað og töluðu við lögregluna og þetta fór í kæruferli,“ segir Hafdís um sína eigin reynslu. „Á þeim tímapunkti þá ákvað ég að ég ætlaði hundrað prósent að vinna við að hjálpa fólki sem hefur lent í ofbeldi.“ Hugmyndin kom í lokaverkefninu Hafdís segist hafa séð það fyrir sér að verða lögfræðingur, lögreglukona eða sálfræðingur en með tímanum fór hún þó aðrar leiðir og lærði tölvunarfræði. Þegar kom að lokaverkefninu í náminu fór hún ásamt Helgu og Edit til lögreglunnar þar sem þær vildu vinna að verkefni sem myndi bæta samfélagið og auðvelda þeim sín störf. Út frá því spratt hugmyndin um sýndarveruleika dómstólinn en markmiðið með sýndarveruleika dómsalnum er að hjálpa og undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöld. Var ung þegar kynferðisofbeldið byrjaði Sjálf var Hafdís ung þegar kynferðisofbeldið hófst. „Ég veit ekki alveg hvað ég var gömul þegar það byrjaði því ég var mjög ung og alveg þangað til ég varð fimmtán ára,“ segir Hafdís en líkt og áður sagði var gerandinn mjög náinn fjölskyldunni og fór málið fyrir dóm eftir að hún sagði foreldrum sínum frá því: „Sem fimmtán ára ertu alls ekki fullorðinn einstaklingur en þú ert samt það fullorðin að þú þarft að fara fyrir dóm.“ Var stressuð að fara í aðstæðurnar Hún segist ekki hafa vitað að hún þyrfti að fara fyrir dóm og hefði líklega ekki valið að gera það ef það væri undir henni komið. Hún segist hafa velt því mikið fyrir sér hvernig dómsalurinn myndi vera og í hvernig aðstæður hún væri að fara. Hún segir sýndarveruleikann sem þær hönnuðu geta hjálpað þolendum að undirbúa sig, að kynna umhverfið fyrir þeim og hjálpa þeim að átta sig á aðstæðunum og „það er í lagi að biðja þau um að stoppa og taka pásu,“ segir hún og bætir við: „Ég hélt bara að ég ætti bara að tala og fara í gegnum þetta og að ég mætti alls ekki gráta eða að ég ætti að gráta mikið.“ Óttaðist að gera eitthvað vitlaust Hafdís var hrædd um að fólk myndi halda að hún væri að ljúga og segir samfélagið ekki hafa verið jafn meðvitað um það þá og það er í dag hvernig það ætti að styðja við þolendur kynferðisofbeldis. Hafdís segist hafa óttast það að gera eða segja eitthvað vitlaust og hugsaði oft: „Ef að ég geri þetta halda þau þá að ég sé að ljúga?“ Hún er þó afar þakklát foreldrum sínum sem stóðu þétt við bakið á henni í gegnum ferlið. Nákvæm eftirlíking Salurinn sem þær hönnuðu er nákvæm eftirlíking af dómsal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur og eru allar fjarlægðir réttar. „Þegar við fórum og skoðuðum salinn var það sjokk fyrir okkur að sjá hvað hann var ótrúlega lítill og hvað þú situr nálægt sakborningi,“ segir Hafdís og telur það geta haft áhrif á málið að koma í aðstæður sem koma þér á óvart. „Ég efast ekki um að þetta muni hjálpa mjög mörgum og ég vona bara að fólk muni nýta sér þetta því ég held að þetta geti gert svo ótrúlega góða hluti fyrir fólk sem er að fara fyrir dóm,“ segir Hafdís. „Þú veist fjarlægðina, þú veist hvernig veggirnir eru á litinn, þú veist að það heyrist í loftræstikerfinu og þú veist hverjir verða þar.“ Hafdís vonast til þess að geta hjálpað „Það besta sem þú getur gert er að segja frá og tala við einhvern,“ segir Hafdís þegar hún er beðin um ráð til þeirra sem hafa lent í kynferðisofbeldi. „Ég held að það versta sem þú getur gert er að halda þessu inni í þér.“ Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan:
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Ísland í dag Tengdar fréttir Kossasjálfa og bannað að tala um börnin í fríinu Athafna- og fjölmiðlakonan Guðbjörg Gissurardóttir keypti sér eldgamlan, rauðan húsbíl á Bland sem hún nefndi Runólf og ferðast um landið og ræktar sambandið með eiginmanni sínum Jóni Árnasyni en þau fóru meðal annars í brúðkaupsferðina sína á bílnum. 22. júní 2022 10:33 „Fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa“ Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir og fjölskyldan hennar hafa ferðast um allan heim án þess að borga fyrir húsnæði. Það var einn snjóþungan vetur sem hún fékk nóg af því að allir væru alltaf blautir í fæturna og ákvað að leita lausna. 3. júní 2022 11:01 „Lifði hamingjusöm til æviloka“ Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. 2. júní 2022 16:30 Plöntur sem fæla frá lúsmý Það eru til ákveðnar plöntur sem hreinlega fæla frá lúsmý og ýmis skordýr. Vala Matt kynnti sér málið í síðustu viku í Íslandi í dag á Stöð 2 en umræddar plöntur eru einnig fallegar. 20. júní 2022 16:31 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Kossasjálfa og bannað að tala um börnin í fríinu Athafna- og fjölmiðlakonan Guðbjörg Gissurardóttir keypti sér eldgamlan, rauðan húsbíl á Bland sem hún nefndi Runólf og ferðast um landið og ræktar sambandið með eiginmanni sínum Jóni Árnasyni en þau fóru meðal annars í brúðkaupsferðina sína á bílnum. 22. júní 2022 10:33
„Fólk þarf stundum að láta sannfæra sig um að prófa“ Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir og fjölskyldan hennar hafa ferðast um allan heim án þess að borga fyrir húsnæði. Það var einn snjóþungan vetur sem hún fékk nóg af því að allir væru alltaf blautir í fæturna og ákvað að leita lausna. 3. júní 2022 11:01
„Lifði hamingjusöm til æviloka“ Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn. 2. júní 2022 16:30
Plöntur sem fæla frá lúsmý Það eru til ákveðnar plöntur sem hreinlega fæla frá lúsmý og ýmis skordýr. Vala Matt kynnti sér málið í síðustu viku í Íslandi í dag á Stöð 2 en umræddar plöntur eru einnig fallegar. 20. júní 2022 16:31