Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2022 16:34 Vegna manneklu á flugvöllum hafa myndast langar biðraðir víða um heim. AP/Frank Augstein Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. Blaðamaður hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play, til að forvitnast um ástandið. Mannekla valdur að ástandinu „Þetta eru ákveðnir flugvellir sem hafa verið fréttir af þar sem hefur verið mikil mannekla, sem skapar alls konar álag. Og það er víða í heiminum,“ sagði Guðni en tók fram að það hefði gengið ágætlega að manna á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti hjá Icelandair og Isavia. Ástæðurnar fyrir þessu álagi sem hefur myndast víða væri tilkomið vegna manneklu í kjölfar heimsfaraldurins. er algjör þvæla að fara með innritaðan farangur í 5 nátta borgarferð? svo scary þessar ferðatöskuflugvallahryllingsmyndir pic.twitter.com/JSyzDlF93J— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) June 22, 2022 „Í heimsfaraldrinum var starfsfólki sagt upp og flugvellirnir og þau fyrirtæki sem þjónusta flug drógu saman seglin. Svo hefur ekki gengið að manna þessar stöður á mörgum stöðum. Það er staðan í heiminum, fyrir utan Ísland,“ sagði Guðni um ástandið. Aðspurður hvar þetta væri gat hann ekki sagt til um það nákvæmlega, þetta væri vandamál um allan heim. Þeir flugvellir sem hefur verið fjallað um, Schiphol í Amsterdam og Heathrow, ættu það sammerkt að vera stórir flugvellir og á slíkum völlum hefði mannekla meiri áhrif. Aukning í „tösku-seinkunum“ Nadine, upplýsingafulltrúi Play, sagði að flugfélagið sæi klárlega aukningu í því sem kallast „tösku-seinkanir“ þar sem töskur skila sér seint eða skila sér ekki. Þetta væri alfarið vegna þjónustuaðilanna sem eru að glíma við skort á starfsfólki á flugvöllum erlendis. Hún tók þó fram að í yfir 90% tilvika skiluðu töskurnar sér á endanum, það væri hins vegar allur gangur á því hvenær þær skiluðu sér. Það væri óþolandi fyrir fólk að lenda í þessu en í raun lítið hægt að gera. Aðspurð hvar fólk gæti lent í þessu sagði að ástandið væri víða slæmt á þeim Evrópu-áfangastöðum sem flugfélagið færi, sérstaklega væri það slæmt í Dublin. Eftir samtalið sendi Nadine svo myndband á Vísi frá Dublin þar sem Kristján Þór Zoëga, flugstjóri Play, stökk út úr flugvél til að hlaða farangri sjálfur upp í vélina. Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Play Icelandair Tengdar fréttir Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Nadine Guðrúnu Yaghi, upplýsingafulltrúa Play, til að forvitnast um ástandið. Mannekla valdur að ástandinu „Þetta eru ákveðnir flugvellir sem hafa verið fréttir af þar sem hefur verið mikil mannekla, sem skapar alls konar álag. Og það er víða í heiminum,“ sagði Guðni en tók fram að það hefði gengið ágætlega að manna á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti hjá Icelandair og Isavia. Ástæðurnar fyrir þessu álagi sem hefur myndast víða væri tilkomið vegna manneklu í kjölfar heimsfaraldurins. er algjör þvæla að fara með innritaðan farangur í 5 nátta borgarferð? svo scary þessar ferðatöskuflugvallahryllingsmyndir pic.twitter.com/JSyzDlF93J— rakelsifharalds (@rakelsifharalds) June 22, 2022 „Í heimsfaraldrinum var starfsfólki sagt upp og flugvellirnir og þau fyrirtæki sem þjónusta flug drógu saman seglin. Svo hefur ekki gengið að manna þessar stöður á mörgum stöðum. Það er staðan í heiminum, fyrir utan Ísland,“ sagði Guðni um ástandið. Aðspurður hvar þetta væri gat hann ekki sagt til um það nákvæmlega, þetta væri vandamál um allan heim. Þeir flugvellir sem hefur verið fjallað um, Schiphol í Amsterdam og Heathrow, ættu það sammerkt að vera stórir flugvellir og á slíkum völlum hefði mannekla meiri áhrif. Aukning í „tösku-seinkunum“ Nadine, upplýsingafulltrúi Play, sagði að flugfélagið sæi klárlega aukningu í því sem kallast „tösku-seinkanir“ þar sem töskur skila sér seint eða skila sér ekki. Þetta væri alfarið vegna þjónustuaðilanna sem eru að glíma við skort á starfsfólki á flugvöllum erlendis. Hún tók þó fram að í yfir 90% tilvika skiluðu töskurnar sér á endanum, það væri hins vegar allur gangur á því hvenær þær skiluðu sér. Það væri óþolandi fyrir fólk að lenda í þessu en í raun lítið hægt að gera. Aðspurð hvar fólk gæti lent í þessu sagði að ástandið væri víða slæmt á þeim Evrópu-áfangastöðum sem flugfélagið færi, sérstaklega væri það slæmt í Dublin. Eftir samtalið sendi Nadine svo myndband á Vísi frá Dublin þar sem Kristján Þór Zoëga, flugstjóri Play, stökk út úr flugvél til að hlaða farangri sjálfur upp í vélina.
Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Play Icelandair Tengdar fréttir Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46
Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1. júní 2022 14:10