Óvissa um örlög 690 íbúða vegna Reykjavíkurflugvallar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. júní 2022 20:15 Borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Innviðaráðuneytið segir uppbyggingu 690 íbúða við nýjan Skerjafjörð og framkvæmdir vegna þeirra ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins sendi Innviðaráðuneytið borgarstjórn bréf þar sem kemur fram að það telji „með öllu óásættanlegt að farið sé í slíkar framkvæmdir án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé tryggt að þær hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.“ Ráðuneytið leggist því gegn framkvæmdum sem þessum á svæðinu. Eins og kom fram í umfjöllun Stöðvar tvö um málið í janúar sagðist Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri uppbyggingu. „Þetta er nálægt brautinni. Þarna verða reistir háir kranar. Byggingarnar hafa að vísu aðeins lækkað frá fyrstu hugmyndum. En þetta mun hafa umtalsverð áhrif á raun bara rekstrargrundvöll og afköst flugvallarins.“ Í febrúar lýsti Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna einnig yfir áhyggjum vegna uppbyggingarinnar. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli.“ Þann fjórða maí síðastliðinn greindi fréttastofa Stöðvar tvö einnig frá því að Innviðaráðherra neitaði borginni um að byggja í Skerjafirði og segði að hana ekki fá meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur væri fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnaði því að flugöryggi yrði raskað og minnti á að borgin ætti landið. Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins segir starfandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson að borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vonist hann til þess að hægt verði að byggja fallegt hverfi á svæðinu sem þjóni þeim hópum sem séu í sárri neyð eftir húsnæði. Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins sendi Innviðaráðuneytið borgarstjórn bréf þar sem kemur fram að það telji „með öllu óásættanlegt að farið sé í slíkar framkvæmdir án þess að fullkannað sé hvort og þá með hvaða hætti sé tryggt að þær hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.“ Ráðuneytið leggist því gegn framkvæmdum sem þessum á svæðinu. Eins og kom fram í umfjöllun Stöðvar tvö um málið í janúar sagðist Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia innanlands, hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri uppbyggingu. „Þetta er nálægt brautinni. Þarna verða reistir háir kranar. Byggingarnar hafa að vísu aðeins lækkað frá fyrstu hugmyndum. En þetta mun hafa umtalsverð áhrif á raun bara rekstrargrundvöll og afköst flugvallarins.“ Í febrúar lýsti Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna einnig yfir áhyggjum vegna uppbyggingarinnar. „Við höfum komið þessum sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg, að þessi nýja byggð sem er áformuð hérna muni valda áður óþekktri ókyrrð og hættu. Það samræmist ekki þessu orðalagi, sem var alveg afdráttarlaust í samkomulaginu sem borgarstjóri og samgönguráðherra undirrituðu í nóvember 2019, um að rekstraröryggi skuli tryggt á Reykjavíkurflugvelli.“ Þann fjórða maí síðastliðinn greindi fréttastofa Stöðvar tvö einnig frá því að Innviðaráðherra neitaði borginni um að byggja í Skerjafirði og segði að hana ekki fá meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur væri fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnaði því að flugöryggi yrði raskað og minnti á að borgin ætti landið. Í samtali við fréttamann Ríkisútvarpsins segir starfandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson að borgin megi ekki við því að missa íbúðirnar. Vonist hann til þess að hægt verði að byggja fallegt hverfi á svæðinu sem þjóni þeim hópum sem séu í sárri neyð eftir húsnæði.
Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41