Aldrei fleiri mæður á EM: „Eitthvað sem ætti að hvetja allar konur áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2022 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir ræddu við breska ríkisútvarpið um það hvernig það er að vera atvinnukona í fótbolta og móðir. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa jafn margar mæður tekið þátt í Evrópumeistaramótinu í fótbolta en munu taka þátt á EM í Englandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ísland er sú þjóð sem er með flestar mæður í sínum leikmannahóp, eða fimm talsins. Þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera mæður sem munu leika með íslenska landsliðinu á EM í fótbolta. Það er BBC sem bendir á þá staðreynd að aldrei hefi fleiri mæður tekið þátt á EM í fótbolta, en breska ríkisútvarpið ræddi þessi mál einnig við þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Ég man að við vorum held ég sex leikmenn sem sátum að drekka kaffi og ræða um okkar reynslu af fæðingum,“ sagði Sara í samtali við BBC. „Þegar maður á einhverjar fyrirmyndir sem eru að spila í háum gæðaflokki og eignast börn og koma aftur í landsliðið, það gerði mikið fyrir mig. Við búum allar yfir mismunandi reynslu af þessu, en að vita að þær hafi gengið í gegnum þetta, það hvatti mig áfram og gerir það enn. Það er eitthvað sem ætti að hverja allar konur áfram.“ Erfiðasta sem hún hefur gert, en elskar það Sara Björk nýtur lífsins á frönsku kaffihúsi með syni sínum.Instagram/@sarabjork90 Að vera atvinnukona í knattpyrnu í bland við það að ala upp barn er þó ekki alltaf auðvelt og Sara segir þetta oft hafa tekið á. Barnsfaðir hennar, Árni Vilhjálmsson, lék á seinasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni, rúmum 400 kílómetrum frá heimili þeirra í Lyon. Árni gat því aðeins verið heima að sinna uppeldinu örfáa daga í viku og Sara segist oft hafa verið orðin algjörlega örmagna. „Ég ætla að vera hreinskilin og segja að ég hafi lent á vegg þrisvar eða fjórum sinnum þar sem ég brotnaði niður af því að ég var búinn á því bæði andlega og líkamlega,“ sagði Sara. „En á sama tíma hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm. Þetta er svo mikill tilfinningarússíbani. Ég er virkilega stolt af þessum tíma af því að ég lagði svo hart að mér til að komast aftur í formið sem ég er komin í og hef sýnt öðrum að það er hægt að vera atvinnukona í fótbolta og móðir á sama tíma.“ „Þetta er erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma þá elska ég þetta. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Sara Björk að lokum. „Ert ekki bara að fá leikmann, heldur heila fjölskyldu“ Dagný Brynjarsdóttir gengur inn á völlinn fyrir leik West Ham með syni sínum.Instagram/@dagnybrynjars Dagný Brynjarsdóttir ræddi einnig við BBC, en hún segir það mikilvægt að hafa gott stuðningsnet þegar þú ert móðir og atvinnukona í fótbolta. Árið 2017 birtust niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins tvö prósent leikmanna í kvennaboltanum væru mæður. Margar konur hafa hreinlega þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir barnsburð þar sem lög og reglur um fæðingaorlof og annan stuðning eru af skornum skammti. Þær reglur eru þó að breytast til hins betra og leikmannasamtökin FIFPRO telja það skref í rétta átt. „Þú verður að hafa gott stuðningsnet og spila fyrir félag sem er tilbúið að styðja þig,“ sagði Dagný í samtali sínu við BBC. „Þegar þú færð móður inn í liðið þá ertu ekki bara að fá leikmann til félagsins, heldur heila fjölskyldu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þær eru ekki að hugsa um fótbolta allan daginn. Þær þurfa að halda mörgum boltum á lofti og það getur verið erfitt.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira
Þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera mæður sem munu leika með íslenska landsliðinu á EM í fótbolta. Það er BBC sem bendir á þá staðreynd að aldrei hefi fleiri mæður tekið þátt á EM í fótbolta, en breska ríkisútvarpið ræddi þessi mál einnig við þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Ég man að við vorum held ég sex leikmenn sem sátum að drekka kaffi og ræða um okkar reynslu af fæðingum,“ sagði Sara í samtali við BBC. „Þegar maður á einhverjar fyrirmyndir sem eru að spila í háum gæðaflokki og eignast börn og koma aftur í landsliðið, það gerði mikið fyrir mig. Við búum allar yfir mismunandi reynslu af þessu, en að vita að þær hafi gengið í gegnum þetta, það hvatti mig áfram og gerir það enn. Það er eitthvað sem ætti að hverja allar konur áfram.“ Erfiðasta sem hún hefur gert, en elskar það Sara Björk nýtur lífsins á frönsku kaffihúsi með syni sínum.Instagram/@sarabjork90 Að vera atvinnukona í knattpyrnu í bland við það að ala upp barn er þó ekki alltaf auðvelt og Sara segir þetta oft hafa tekið á. Barnsfaðir hennar, Árni Vilhjálmsson, lék á seinasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni, rúmum 400 kílómetrum frá heimili þeirra í Lyon. Árni gat því aðeins verið heima að sinna uppeldinu örfáa daga í viku og Sara segist oft hafa verið orðin algjörlega örmagna. „Ég ætla að vera hreinskilin og segja að ég hafi lent á vegg þrisvar eða fjórum sinnum þar sem ég brotnaði niður af því að ég var búinn á því bæði andlega og líkamlega,“ sagði Sara. „En á sama tíma hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm. Þetta er svo mikill tilfinningarússíbani. Ég er virkilega stolt af þessum tíma af því að ég lagði svo hart að mér til að komast aftur í formið sem ég er komin í og hef sýnt öðrum að það er hægt að vera atvinnukona í fótbolta og móðir á sama tíma.“ „Þetta er erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma þá elska ég þetta. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Sara Björk að lokum. „Ert ekki bara að fá leikmann, heldur heila fjölskyldu“ Dagný Brynjarsdóttir gengur inn á völlinn fyrir leik West Ham með syni sínum.Instagram/@dagnybrynjars Dagný Brynjarsdóttir ræddi einnig við BBC, en hún segir það mikilvægt að hafa gott stuðningsnet þegar þú ert móðir og atvinnukona í fótbolta. Árið 2017 birtust niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins tvö prósent leikmanna í kvennaboltanum væru mæður. Margar konur hafa hreinlega þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir barnsburð þar sem lög og reglur um fæðingaorlof og annan stuðning eru af skornum skammti. Þær reglur eru þó að breytast til hins betra og leikmannasamtökin FIFPRO telja það skref í rétta átt. „Þú verður að hafa gott stuðningsnet og spila fyrir félag sem er tilbúið að styðja þig,“ sagði Dagný í samtali sínu við BBC. „Þegar þú færð móður inn í liðið þá ertu ekki bara að fá leikmann til félagsins, heldur heila fjölskyldu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þær eru ekki að hugsa um fótbolta allan daginn. Þær þurfa að halda mörgum boltum á lofti og það getur verið erfitt.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Sjá meira