Í tilefni fratfréttar helgarblaðs Fréttablaðsins um ársreikninga sveitarfélaga 2021 Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júní 2022 08:30 Við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins rak mig í rogastans við að rekast á fratfrétt um ársreikninga sveitarfélaga 2021 með fyrirsögninni „Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa“. Blaðamaðurinn sem ritaði greinina ætlaði sér líklegast að fá flest „klikk“ allra á fréttastofunni um helgina en klikkaði á því í fréttaflutningi sínum að fylgja nokkrum grundvallaratriðum vandaðrar fréttamennsku og upplýsingagjafar til lesenda blaðsins. Vont var svo að sjá annan tveggja nýrra bæjarstjóra í Svf. Árborg kokgleypa gagnrýnislaust og samsinna framsetningu blaðamannsins á umfjöllunarefninu. Klikkin tvö Þau tvö klikk blaðamannsins sem hvað mest áberandi eru í fréttinni varða í fyrsta lagi þá íbúafjöldatölu sem notuð er sem deilitala í mælieiningunni „hagnaður/tap síðasta árs í þúsundum króna á hvern íbúa“ og í öðru lagi að ekki hafi verið minnst á í fréttinni hvernig að einskiptiskostnaður vegna breyttra reikniaðferða tryggingafræðinga á framtíðar-lífeyrisskuldbindingum hafði mismunandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga landsins. Í fyrra klikkinu notast blaðamaður við íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2020 sem deilitölu, sem er kolrangt. Rétt er að nota sem deilitölu, íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2021. Í seinna klikkinu nefnir blaðamaður svo ekki og tekur ekki tillit til einskiptisaðgerðarinnar sem sveitarfélögin voru skylduð til að framkvæma vegna breytinga á forsendum regluverks varðandi útreikning á lífeyrisskuldbindingum. Forsendubreytingarnar tóku gildi þann 22. desember 2021, þegar að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndum eftirlifendatöflum sem þannig breyttust að framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu og hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum. Áætluð áhrif af þessari breytingu voru metin sem hækkun á heildar lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga um 5%. Áhrifin á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í kjölfarið urðu í mörgum tilfellum vel sýnileg. Útgjaldaaukning vegna þessarar reiknuðu stærðar á rekstrarhlið ársreikninga sveitarfélaganna jukust um allt að 12%, sum staðar varð lítil sem engin breyting. Í tilfelli Svf. Árborgar hækkuðu útgjöldin óvænt um 5% og leiddi þessi einskiptisaðgerð til hækkunar lífeyrisskuldbindinga um 418 milljónir sem urðu þannig 583 milljónir króna í stað áætlunar upp á 165 milljónir króna. Höfðu verið 50 milljónir árið á undan. Niðurstaða ársreiknings var því sú að reiknað tap sveitarsjóðs með þessum forsendubreytingum (A-hluta) varð 2,1 milljarðar í stað 1,6 milljarða og tap samstæðunnar (A+B-hluta) varð 1,8 milljarðar í stað 1,3 milljarða. Íbúafjöldi Svf. Árborgar 1. janúar 2022 var 10.834 og ef ekki hefði komið til þessara forsendubreytinga að þá hefði tap A-hluta verið 149 þkr. per íbúa en ekki 205 þkr. á íbúa eins og segir í fratfréttinni. Slæmt tap, en rekstrartapið ber ekki höfuð og herðar yfir rekstrartap annarra sveitarfélaga eins og segir í fréttinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Neðanmálsskýring: Hvað er lífeyrissskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding myndast þegar sveitarfélag gerir samning við starfsmann um lífeyrisréttindi sem eru umfram þær greiðslur sem sveitarfélagið innir af hendi á hverjum tíma, sem sagt einhvern tímann í framtíðinni. Lífeyrisskuldbindingin breytist svo meðal annars: við að starfsmaður vinnur sér inn aukin réttindi; við að viðmiðunarlaun breytast umfram verðlagsbreytingar; eftir aldri starfsmanns; þegar greitt er af skuldbindingunni og þegar það verða breytingar á lífslíkum starfsmannsins samkvæmt útreikningum tryggingafræðinga auk eftirlifenda hans. Tengd skjöl Hækkun_lífeyrisskuldbindinga_2021PDF48KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins rak mig í rogastans við að rekast á fratfrétt um ársreikninga sveitarfélaga 2021 með fyrirsögninni „Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa“. Blaðamaðurinn sem ritaði greinina ætlaði sér líklegast að fá flest „klikk“ allra á fréttastofunni um helgina en klikkaði á því í fréttaflutningi sínum að fylgja nokkrum grundvallaratriðum vandaðrar fréttamennsku og upplýsingagjafar til lesenda blaðsins. Vont var svo að sjá annan tveggja nýrra bæjarstjóra í Svf. Árborg kokgleypa gagnrýnislaust og samsinna framsetningu blaðamannsins á umfjöllunarefninu. Klikkin tvö Þau tvö klikk blaðamannsins sem hvað mest áberandi eru í fréttinni varða í fyrsta lagi þá íbúafjöldatölu sem notuð er sem deilitala í mælieiningunni „hagnaður/tap síðasta árs í þúsundum króna á hvern íbúa“ og í öðru lagi að ekki hafi verið minnst á í fréttinni hvernig að einskiptiskostnaður vegna breyttra reikniaðferða tryggingafræðinga á framtíðar-lífeyrisskuldbindingum hafði mismunandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga landsins. Í fyrra klikkinu notast blaðamaður við íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2020 sem deilitölu, sem er kolrangt. Rétt er að nota sem deilitölu, íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2021. Í seinna klikkinu nefnir blaðamaður svo ekki og tekur ekki tillit til einskiptisaðgerðarinnar sem sveitarfélögin voru skylduð til að framkvæma vegna breytinga á forsendum regluverks varðandi útreikning á lífeyrisskuldbindingum. Forsendubreytingarnar tóku gildi þann 22. desember 2021, þegar að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndum eftirlifendatöflum sem þannig breyttust að framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu og hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum. Áætluð áhrif af þessari breytingu voru metin sem hækkun á heildar lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga um 5%. Áhrifin á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í kjölfarið urðu í mörgum tilfellum vel sýnileg. Útgjaldaaukning vegna þessarar reiknuðu stærðar á rekstrarhlið ársreikninga sveitarfélaganna jukust um allt að 12%, sum staðar varð lítil sem engin breyting. Í tilfelli Svf. Árborgar hækkuðu útgjöldin óvænt um 5% og leiddi þessi einskiptisaðgerð til hækkunar lífeyrisskuldbindinga um 418 milljónir sem urðu þannig 583 milljónir króna í stað áætlunar upp á 165 milljónir króna. Höfðu verið 50 milljónir árið á undan. Niðurstaða ársreiknings var því sú að reiknað tap sveitarsjóðs með þessum forsendubreytingum (A-hluta) varð 2,1 milljarðar í stað 1,6 milljarða og tap samstæðunnar (A+B-hluta) varð 1,8 milljarðar í stað 1,3 milljarða. Íbúafjöldi Svf. Árborgar 1. janúar 2022 var 10.834 og ef ekki hefði komið til þessara forsendubreytinga að þá hefði tap A-hluta verið 149 þkr. per íbúa en ekki 205 þkr. á íbúa eins og segir í fratfréttinni. Slæmt tap, en rekstrartapið ber ekki höfuð og herðar yfir rekstrartap annarra sveitarfélaga eins og segir í fréttinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Neðanmálsskýring: Hvað er lífeyrissskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding myndast þegar sveitarfélag gerir samning við starfsmann um lífeyrisréttindi sem eru umfram þær greiðslur sem sveitarfélagið innir af hendi á hverjum tíma, sem sagt einhvern tímann í framtíðinni. Lífeyrisskuldbindingin breytist svo meðal annars: við að starfsmaður vinnur sér inn aukin réttindi; við að viðmiðunarlaun breytast umfram verðlagsbreytingar; eftir aldri starfsmanns; þegar greitt er af skuldbindingunni og þegar það verða breytingar á lífslíkum starfsmannsins samkvæmt útreikningum tryggingafræðinga auk eftirlifenda hans. Tengd skjöl Hækkun_lífeyrisskuldbindinga_2021PDF48KBSækja skjal
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar