Hátt hygla fasteignasalar sér – Ólögleg sérhagsmunastefna Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. júní 2022 08:01 Undanfarið hef ég skrifað um sjálftöku fasteignasala út frá gjaldheimtu og lægra fasteignaverði á kostnað seljenda. Sjálftakan og eiginhagsmunasemin einskorðast þó ekki við þau atriði. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú atriði, frá einkennilegu yfir í lögbrot. 1. Fasteignasalar tryggja sig fyrst Söluþóknanir fasteignasala eru almennt innheimtar með fyrstu greiðslu af kaupverði. Það þýðir að fjárhagslegur ávinningur fasteignasala er horfinn á þeim tímapunkti, svo ef það koma upp vandamál t.d. áður en verður af lokagreiðslu með afsali hefur það engin áhrif á fjárhag fasteignasalans[1]. Ef söluþóknun er sett upp sem hlutfall af söluverði til að reyna binda saman hagsmuni fasteignasala og seljanda (sem þýðir að fasteignasali vinnur fyrir seljanda en ekki kaupanda), er þá ekki einkennilegt að það sé ekki bundið saman í gegnum allt ferlið? Væri ekki eðlilegra að fasteignasalinn hefði hag af því að klára allt ferlið til að fá sína greiðslu, ekki bara fyrri partinn? 2. Fasteignasalar brjóta samkeppnislög Í umræðunni um himinháar söluþóknanir fasteignasala veltir maður fyrir sér af hverju samkeppnin þeirra á milli hafi ekki verið harðari. Eina skýringu er eflaust að finna í hvernig Félag fasteignasala hegðar sér, en við árslok 2017 skrifaði félagið undir sáttmála við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið gekkst við því að hafa brotið samkeppnislög og borgaði stjórnvaldssekt. Nánar tiltekið hafði félagið stundað ólögmætt verðsamráð meðal félagsmanna (fasteignasala) þar sem hvatt var til hækkunar söluþóknana og að lækka þær ekki. Þá gaf félagið ráðleggingar um hvernig mætti réttlæta gjaldtöku af kaupendum og til viðbótar hvatti félagið félagsmenn til að auglýsa eignir eingöngu á vef í eigu félagsins og sniðganga aðra miðla. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafði hins vegar byrjað vegna skrifa í Fréttablaðið um að Félag fasteignasala og lánastofnanir hefðu sammælst um að mjatla eignum hægt og rólega inn á markað á árunum eftir hrun til þess að fjöldi tómra íbúða hefðu sem minnst áhrif á verð. Hér er morgunljóst að sérhagsmunasemin og sjálftakan er svo hömlulaus að hún er ekki bara slæm fyrir neytendur heldur er hún hreinlega ólögleg, eða eins og Samkeppniseftirlitið orðaði það „.. er ljóst af gögnum máls þessa að um umfangsmikil brot á samkeppnislögum var að ræða sem áttu sér stað yfir langt tímabil.“. 3. Fjárkúgun / mútur fasteignasala Ég hef heyrt æði margar ljótar sögur af framferði fasteignasala frá svekktum kaupendum og seljendum. En eina sögu hef ég heyrt ítrekað: Fasteignasali neitar að skila inn tilboði frá kaupanda til seljanda nema að kaupandi skuldbindi sig til þess að selja eigin eign hjá fasteignasalanum. Hér tekur fasteignasalinn eigin hagsmuni umfram hag allra annarra, raunar svo að það hlýtur að vera ólöglegt. Seljandinn fær oft á tíðum ekki besta verð þar sem aðilinn sem skilar inn besta tilboði kann ekki að vilja eða hafa eign fyrir fasteignasalann til að selja. Svo tilboðið skilar sér einfaldlega ekki inn. Á sama tíma fær kaupandi ekki að bjóða í eignina nema að hann greiði fasteignasalanum fyrir það háu gjaldi í formi söluþóknunar á eigin eign. Hér tapa bæði seljendur og kaupendur stórkostlega, kaupandi er beittur fjárkúgun en fasteignasalinn gulltryggir sjálfan sig. Vitanlega á þessi hegðun ekki við alla fasteignasala, en það að ég hafi persónulega heyrt frá fleiri en einum og fleiri en tveimur sem hafa lent illa í því út af nákvæmlega svona atviki segir mér ákveðna sögu. Af framangreindu og fyrri greinaskrifum mínum held ég að það eigi ekki nokkur maður að vera í vafa um það að fasteignasalar starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og lítið fyrir aðra. Það er löngu kominn tími á breytingar á markaði þannig að fasteignasalar ráða ekki lengur ferðinni. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. [1] Sem rímar ágætlega við að fasteignasalar hafa enga lagalega skyldu til að halda afsals fund með kaupanda og seljanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fasteignamarkaður Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég skrifað um sjálftöku fasteignasala út frá gjaldheimtu og lægra fasteignaverði á kostnað seljenda. Sjálftakan og eiginhagsmunasemin einskorðast þó ekki við þau atriði. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú atriði, frá einkennilegu yfir í lögbrot. 1. Fasteignasalar tryggja sig fyrst Söluþóknanir fasteignasala eru almennt innheimtar með fyrstu greiðslu af kaupverði. Það þýðir að fjárhagslegur ávinningur fasteignasala er horfinn á þeim tímapunkti, svo ef það koma upp vandamál t.d. áður en verður af lokagreiðslu með afsali hefur það engin áhrif á fjárhag fasteignasalans[1]. Ef söluþóknun er sett upp sem hlutfall af söluverði til að reyna binda saman hagsmuni fasteignasala og seljanda (sem þýðir að fasteignasali vinnur fyrir seljanda en ekki kaupanda), er þá ekki einkennilegt að það sé ekki bundið saman í gegnum allt ferlið? Væri ekki eðlilegra að fasteignasalinn hefði hag af því að klára allt ferlið til að fá sína greiðslu, ekki bara fyrri partinn? 2. Fasteignasalar brjóta samkeppnislög Í umræðunni um himinháar söluþóknanir fasteignasala veltir maður fyrir sér af hverju samkeppnin þeirra á milli hafi ekki verið harðari. Eina skýringu er eflaust að finna í hvernig Félag fasteignasala hegðar sér, en við árslok 2017 skrifaði félagið undir sáttmála við Samkeppniseftirlitið þar sem félagið gekkst við því að hafa brotið samkeppnislög og borgaði stjórnvaldssekt. Nánar tiltekið hafði félagið stundað ólögmætt verðsamráð meðal félagsmanna (fasteignasala) þar sem hvatt var til hækkunar söluþóknana og að lækka þær ekki. Þá gaf félagið ráðleggingar um hvernig mætti réttlæta gjaldtöku af kaupendum og til viðbótar hvatti félagið félagsmenn til að auglýsa eignir eingöngu á vef í eigu félagsins og sniðganga aðra miðla. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafði hins vegar byrjað vegna skrifa í Fréttablaðið um að Félag fasteignasala og lánastofnanir hefðu sammælst um að mjatla eignum hægt og rólega inn á markað á árunum eftir hrun til þess að fjöldi tómra íbúða hefðu sem minnst áhrif á verð. Hér er morgunljóst að sérhagsmunasemin og sjálftakan er svo hömlulaus að hún er ekki bara slæm fyrir neytendur heldur er hún hreinlega ólögleg, eða eins og Samkeppniseftirlitið orðaði það „.. er ljóst af gögnum máls þessa að um umfangsmikil brot á samkeppnislögum var að ræða sem áttu sér stað yfir langt tímabil.“. 3. Fjárkúgun / mútur fasteignasala Ég hef heyrt æði margar ljótar sögur af framferði fasteignasala frá svekktum kaupendum og seljendum. En eina sögu hef ég heyrt ítrekað: Fasteignasali neitar að skila inn tilboði frá kaupanda til seljanda nema að kaupandi skuldbindi sig til þess að selja eigin eign hjá fasteignasalanum. Hér tekur fasteignasalinn eigin hagsmuni umfram hag allra annarra, raunar svo að það hlýtur að vera ólöglegt. Seljandinn fær oft á tíðum ekki besta verð þar sem aðilinn sem skilar inn besta tilboði kann ekki að vilja eða hafa eign fyrir fasteignasalann til að selja. Svo tilboðið skilar sér einfaldlega ekki inn. Á sama tíma fær kaupandi ekki að bjóða í eignina nema að hann greiði fasteignasalanum fyrir það háu gjaldi í formi söluþóknunar á eigin eign. Hér tapa bæði seljendur og kaupendur stórkostlega, kaupandi er beittur fjárkúgun en fasteignasalinn gulltryggir sjálfan sig. Vitanlega á þessi hegðun ekki við alla fasteignasala, en það að ég hafi persónulega heyrt frá fleiri en einum og fleiri en tveimur sem hafa lent illa í því út af nákvæmlega svona atviki segir mér ákveðna sögu. Af framangreindu og fyrri greinaskrifum mínum held ég að það eigi ekki nokkur maður að vera í vafa um það að fasteignasalar starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og lítið fyrir aðra. Það er löngu kominn tími á breytingar á markaði þannig að fasteignasalar ráða ekki lengur ferðinni. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. [1] Sem rímar ágætlega við að fasteignasalar hafa enga lagalega skyldu til að halda afsals fund með kaupanda og seljanda.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun