Sér fyrir endann á tæpum tveimur árum Arnars í tveimur störfum hjá KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 08:01 Blaðamannfundur KSÍ þar sem nýtt starfslið landsliðsins var kynnt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt starfinu samhliða því að þjálfa A-landslið karla frá því í lok árs 2020 en mun frá og með haustinu geta einbeitt sér alfarið að landsliðinu. „Hann hefur sinnt báðum þessum störfum allan tímann,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Þetta segir í skriflegu svari Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem segir að laun Arnars vegna starfanna tveggja séu aðskilin. Ljóst er að þetta tímabundna samkomulag mun ná til tuttugu mánaða og jafnvel lengur, allt eftir því hvernig gengur að finna arftaka Arnars í haust. Staðan auglýst í haust Áður en að Arnar var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, vorið 2019, hafði hann verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í byrjun ársins. Hann hætti svo með U21-landsliðið til að taka við A-landsliðinu í desember 2020 og hefur því haft í nægu að snúast fyrir hönd KSÍ síðustu þrjú ár. „Eins og fram hefur komið erum við að fara að breyta þessu og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að í haust verði auglýst staða [yfirmanns knattspyrnumála],“ segir Vanda og bætir við: „Fyrri stjórn ákvað í desember að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera, enda finnst mér það mjög eðlilegt. Það er fullt starf að vera þjálfari A-landsliðs karla,“ segir Vanda sem í síðustu viku lýsti yfir fullu trausti til Arnars sem landsliðsþjálfara eftir leikina í júní. Vilja vanda valið en líka fjárhagsleg spurning Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda. KSÍ Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
„Hann hefur sinnt báðum þessum störfum allan tímann,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Þetta segir í skriflegu svari Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem segir að laun Arnars vegna starfanna tveggja séu aðskilin. Ljóst er að þetta tímabundna samkomulag mun ná til tuttugu mánaða og jafnvel lengur, allt eftir því hvernig gengur að finna arftaka Arnars í haust. Staðan auglýst í haust Áður en að Arnar var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, vorið 2019, hafði hann verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í byrjun ársins. Hann hætti svo með U21-landsliðið til að taka við A-landsliðinu í desember 2020 og hefur því haft í nægu að snúast fyrir hönd KSÍ síðustu þrjú ár. „Eins og fram hefur komið erum við að fara að breyta þessu og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að í haust verði auglýst staða [yfirmanns knattspyrnumála],“ segir Vanda og bætir við: „Fyrri stjórn ákvað í desember að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera, enda finnst mér það mjög eðlilegt. Það er fullt starf að vera þjálfari A-landsliðs karla,“ segir Vanda sem í síðustu viku lýsti yfir fullu trausti til Arnars sem landsliðsþjálfara eftir leikina í júní. Vilja vanda valið en líka fjárhagsleg spurning Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda.
KSÍ Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira