Slegnir yfir fyrirhugaðri lækkun aflamarks þorsks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 13:29 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar. Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Hafrannsóknastofnun lagði fyrr í mánuðinum til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki úr rúmlega 222 þúsund tonnum í tæplega 209 þúsund tonn. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundafirði, segir sjómenn og eigendur minni útgerða slegna yfir þessari lækkun. „Það gengur of hægt að byggja upp þorsksstofninn. Þeir segja alltaf að hann sé orðinn stór og öflugur en við erum alltaf bara að veiða í kringum 200 þúsund tonnin. Það er auðvitað langt, langt frá þeim afla sem var kynnt fyrir okkur í upphafi þegar tekin var upp þessi veiðistjórnun sem við erum nú með,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi og á við þá áætlun að með uppbyggingu þorksstofnsins hafi útgerðarmenn búist við því að veiða um 300 til 400 þúsund tonn í ár. Stöðnun í vexti stofnsins Guðmundur segir ekki óeðlilegt að hafa reiknað með slíkum afla miðað við fræðirannsóknir. „Við erum mjög langt frá því að ná því sem lagt var upp með. Hafró gerði ráð fyrir stærri fiskum í stofninum sem myndu tryggja betri hrygningu og betri viðkomu stofnsins en það er ekki að gerast. Þegar við fórum að draga svona mikið úr veiðinni fóru fiskarnir að stækka þar sem við tókum minna hlutfall úr stofninum.“ Hann segir heildarstofninn hafa hætt að stækka á síðustu tveimur árum. „Vaxtarkúrvan fellur. Mín kenning er sú að það eru eldri fiskar í stofninum sem deyja. Við erum því að byggja upp þorskstofn og spara þorskstofn sem við erum þar með ekki að nýta á sem hagkvæmastan hátt.“ Löndun þorsks við Breiðdalsvík.Vísir/Vilhelm Með veiði styrkist stofninn „Öll líffræði byggist á því að þegar þú nýtir svona stofna þá styrkjast þeir og þegar þú hættir að nýta þá, þá veikjast þeir,“ segir Guðmundur. Allir hafi verið sammála um að minnka veiði eftir að svört skýrsla Hafró um þorskstofninn var birt. „Svo þegar við drógum mikið úr veiðinni og fórum að byggja upp stofninn, stækkuðu einstaklingarnir. Stofninn stækkaði tiltölulega hratt en síðan kemur í ljós að heildarstofninn hættir að stækka og vaxtarkúrvan fellur.“ Allir sjómenn séu mjög óhressir með uppbyggingu þorsksstofnsins. „Afrakstur stofnsins er miklu minni en allir væntu, líffræðilega gengur þetta ekki eftir. Stofninn skilar allt of litlu af sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Hann býst því við að það hljóti því að vera komið tilefni til að endurskoða þessa nálgun Hafrannsóknarstofnunar.
Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23