LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. júní 2022 15:01 LungA verður haldið dagana 12. - 17. júlí á Seyðisfirði. Aðsend LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. Á LungA koma jafnan fram fjölmargir listamenn, bæði íslenskir og erlendir og í ár verður engin breyting þar á. Seyðisfjarðarbær iðar jafnan af lífi meðan á hátíðinni stendur þar sem gestir koma hvaðanæva af til að sameinast í nafni sköpunargleðinnar. View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Fagna fjölbreyttri sköpun LungA mun bjóða upp á fjölbreytta viðburði alla vikuna og er aðgangur ókeypis að mestu leyti. Þátttakendur geta valið á milli ýmissa gjörninga, fyrirlestra, umræðna, kvikmynda, dans, myndlistarsýninga og fleira. „Listahátíðin LungA snýst alfarið um að fagna fjölbreyttri sköpun, tjáningu, listum og menningu með þeim námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum sem hátíðin hefur upp á að bjóða. LungA var fyrst haldin árið 2000 þannig þetta mun vera í 23. sinn sem hátíðin er haldin. Þó var hún haldin með minna sniði árin 2020 og 2021 vegna óviðráðanlegra aðstæðna, sem við vitum öll hvað voru,“ segir Tinna. View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Á þessum tveimur árum hefur hátíðin því fengið ákveðið rými til að þróast og mótast. Í ár mun því verða nokkur breyting á skipulagi tónleikahaldanna þannig að tónleikarnir verða dreifðir á nokkrum sviðum um og í kringum Seyðisfjarðarbæ og verða því ekki haldnir á Norðursíldarplaninu líkt og undanfarið. Með þessari breytingu er leitast við að skapa töfrandi upplifun þar sem tónlistin mun leika við náttúru Seyðisfjarðar á einstakan máta. View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Þemað er jafnrétti Samkvæmt Tinnu er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi á hátíðinni. „LungA hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Enn fremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim.“ View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Þema hátíðarinnar í ár er jafnrétti. Má því búast við ýmsum viðburðum sem fást við og hverfast um hvers konar jafnréttispælingar. Að venju er einnig boðið upp á listasmiðjur sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. „Ætli þemað snúist ekki einfaldlega um að leggja áherslu á það að allir, og þá ALLIR, eigi jafnan rétt að því að skapa og kynnast list á þeirra eigin forsendum. Þess vegna hafa listasmiðjur, sýningar og aðrir viðburðir yfir vikuna það að markmiði sínu að sýna og fagna fjölbreytileika og spanna breitt svið innan hugtaksins listar.“ Frjór jarðvegur fyrir alla Það er ekki að undra að Tinna hlakki mikið til hátíðarinnar eftir mikla undirbúningsvinnu. „Það sem er skemmtilegast við að skipuleggja þessa hátíð er án efa að mæta á staðinn og kynnast öllum listamönnunum sem að koma að sækja hátíðina, hvort sem um er að ræða listasmiðju leiðtoga, þátttakendur eða þá sem koma til þess að sýna eða taka þátt í viðburðardagskránni. Svo hlakkar auðvitað einstaklega í manni þegar að samstörf eiga sér stað á milli mismunandi þátttakenda eftir að hátíðin hefur átt sér stað. Það er kannski það sem LungA vonast eftir því að vera. Það er að segja að vera frjór jarðvegur fyrir unga sem og aldna innan listheimsins. Að vera vettvangur fyrir einstaklinga til þess að mynda tengsl við ólíklega samstarfsaðila, því það er jú samtalið við aðra sem tekur mann oft lengra í eigin sköpun og tjáningu,“ segir Tinna að lokum. View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Helgina 15. -17. júlí nær LungA hápunkti sínum með tveggja daga tónleikahátíð og mun fjölbreytt flóra tónlistarfólks stíga á svið. Í hópi þeirra eru Bríet, Skatebaard, Birnir, Russian Girls, Cyber, Perko, Skrattar, Gunni Ewok, Gugusar og fleiri. LungA Myndlist Menning Tónlist Múlaþing Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Á LungA koma jafnan fram fjölmargir listamenn, bæði íslenskir og erlendir og í ár verður engin breyting þar á. Seyðisfjarðarbær iðar jafnan af lífi meðan á hátíðinni stendur þar sem gestir koma hvaðanæva af til að sameinast í nafni sköpunargleðinnar. View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Fagna fjölbreyttri sköpun LungA mun bjóða upp á fjölbreytta viðburði alla vikuna og er aðgangur ókeypis að mestu leyti. Þátttakendur geta valið á milli ýmissa gjörninga, fyrirlestra, umræðna, kvikmynda, dans, myndlistarsýninga og fleira. „Listahátíðin LungA snýst alfarið um að fagna fjölbreyttri sköpun, tjáningu, listum og menningu með þeim námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum sem hátíðin hefur upp á að bjóða. LungA var fyrst haldin árið 2000 þannig þetta mun vera í 23. sinn sem hátíðin er haldin. Þó var hún haldin með minna sniði árin 2020 og 2021 vegna óviðráðanlegra aðstæðna, sem við vitum öll hvað voru,“ segir Tinna. View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Á þessum tveimur árum hefur hátíðin því fengið ákveðið rými til að þróast og mótast. Í ár mun því verða nokkur breyting á skipulagi tónleikahaldanna þannig að tónleikarnir verða dreifðir á nokkrum sviðum um og í kringum Seyðisfjarðarbæ og verða því ekki haldnir á Norðursíldarplaninu líkt og undanfarið. Með þessari breytingu er leitast við að skapa töfrandi upplifun þar sem tónlistin mun leika við náttúru Seyðisfjarðar á einstakan máta. View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Þemað er jafnrétti Samkvæmt Tinnu er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi á hátíðinni. „LungA hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Enn fremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim.“ View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Þema hátíðarinnar í ár er jafnrétti. Má því búast við ýmsum viðburðum sem fást við og hverfast um hvers konar jafnréttispælingar. Að venju er einnig boðið upp á listasmiðjur sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. „Ætli þemað snúist ekki einfaldlega um að leggja áherslu á það að allir, og þá ALLIR, eigi jafnan rétt að því að skapa og kynnast list á þeirra eigin forsendum. Þess vegna hafa listasmiðjur, sýningar og aðrir viðburðir yfir vikuna það að markmiði sínu að sýna og fagna fjölbreytileika og spanna breitt svið innan hugtaksins listar.“ Frjór jarðvegur fyrir alla Það er ekki að undra að Tinna hlakki mikið til hátíðarinnar eftir mikla undirbúningsvinnu. „Það sem er skemmtilegast við að skipuleggja þessa hátíð er án efa að mæta á staðinn og kynnast öllum listamönnunum sem að koma að sækja hátíðina, hvort sem um er að ræða listasmiðju leiðtoga, þátttakendur eða þá sem koma til þess að sýna eða taka þátt í viðburðardagskránni. Svo hlakkar auðvitað einstaklega í manni þegar að samstörf eiga sér stað á milli mismunandi þátttakenda eftir að hátíðin hefur átt sér stað. Það er kannski það sem LungA vonast eftir því að vera. Það er að segja að vera frjór jarðvegur fyrir unga sem og aldna innan listheimsins. Að vera vettvangur fyrir einstaklinga til þess að mynda tengsl við ólíklega samstarfsaðila, því það er jú samtalið við aðra sem tekur mann oft lengra í eigin sköpun og tjáningu,“ segir Tinna að lokum. View this post on Instagram A post shared by LungA Festival (@lunga.festival) Helgina 15. -17. júlí nær LungA hápunkti sínum með tveggja daga tónleikahátíð og mun fjölbreytt flóra tónlistarfólks stíga á svið. Í hópi þeirra eru Bríet, Skatebaard, Birnir, Russian Girls, Cyber, Perko, Skrattar, Gunni Ewok, Gugusar og fleiri.
LungA Myndlist Menning Tónlist Múlaþing Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira