Tito Castellanos, fangelsismálastjóri Kólumbíu, sagði í útvarpsviðtali að ekki væri ljóst hvort að allir þeirra látnu væru fangar í öryggisfangelsinu í Tuluá. Fullyrti hann að fangar hefðu kveikt í dýnum án þess að hugsa út í afleiðingarnar.
Iván Duque, forseti landsins, vottaði aðstandendum þeirra látnu samúð sína og sagðist hafa fyrirskipað rannsókn á upptökum eldsins, að sögn AP-fréttastofunnar.