Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 19:08 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ Hulda Margrét Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur. Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur.
Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira