Í gærkvöldi birtust myndir af sjúkraliðum flytja Barker inn á spítala í Los Angeles á börum. Kardashian var í fylgd með honum þegar hann var fluttur á spítalann og hefur verið við hlið hans í allan dag.
Samkvæmt TMZ ku Barker vera með brisbólgu eða briskirtilsbólgu (e. pancreatitis). Læknar telja að bólguna megi rekja til ristilspeglunar sem trommarinn fór í á dögunum.
Það vakti mikla athygli að snemma í gær birti Barker færslu á Twitter sem sagði „God save me“ en talið er að færslan tengist veikindunum ekki þar sem God save me er lag með góðvini Barker, Machine Gun Kelly.
God save me
— Travis Barker (@travisbarker) June 28, 2022