Netflix tilkynnti þetta í gær en Diaz hefur frá árinu 2014 ekki tekið að sér nein hlutverk í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Hún lék síðast í kvikmyndinni Annie sem kom út það ár.
Bandaríski leikarinn Jamie Foxx mun leika hitt aðalhlutverkið í myndinni sem sögð er vera hasar-grínmynd. Netflix hefur ekki viljað gefa neitt annað upp um hvað myndin fjallar.
Framleiðsla myndarinnar hefst síðar á þessu ári. Seth Gordon, sem helst er þekktur fyrir myndina Horrible Bosses mun leikstýra myndinni.
Jamie Foxx birti stutt hljóðbrot á Twitter í gær til að kynna myndina, þar má heyra stutt samtal á milli hans, Diaz og íþróttagoðsagnarinnar Tom Brady.
Cameron I hope you aren’t mad I recorded this, but no turning back now. Had to call in the GOAT to bring back another GOAT. @CameronDiaz and I are BACK IN ACTION - our new movie with @NetflixFilm. Production starting later this year!! 🦊🐐 pic.twitter.com/vyaGrUmbWb
— Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) June 29, 2022
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Foxx og Diaz leiða saman hesta sína. Þau léku saman í Annie, áðurnefndri kvikmynd sem var síðasta verkefni Diaz. Þá léku þau einnig saman í kvikmyndinni Any Given Sunday, sem kom út árið 1999.