Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 30. júní 2022 08:57 Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Joko Widodo, forseti Indónesíu, funduðu saman í Moskvu í dag. Contributor/Getty Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa munu gjalda líku líkt ef Atlantshafsbandalagið kemur upp hernaðarinnviðum í Finnlandi og/eða Svíþjóð eftir að ríkin hafa fengið aðild að bandalaginu. Rússneskir miðlar hafa eftir Pútín að hann geti ekki útilokað að spenna muni skapast í samskiptum Rússa og stjórnvalda í Helsinki og Stokkhólmi í kjölfar inngöngu þeirra í Nató. „Við eigum ekki í vandamálum með Svíþjóð og Finnland eins og við eigum í með Úkraínu,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í Túrkmenistan. Hann sagðist ekki eiga í erjum um landsvæði við Svía og Finna líkt og Úkraínumenn. Pútín sagði Norðurlöndunum í sjálfsvald sett að ganga í Nató en ef viðbúnaður yrði aukinn í ríkjunum í kjölfarið, myndu Rússar svara í sömu mynt og auka viðbúnað sinn til samræmis. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir nýtt járntjald vera að myndast milli Rússlands og Vestursins. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum og segir þau föst vegna sprengja sem Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur greint frá því að diplómatískum tengslum Úkraínu og Sýrlands hafi verið slitið eftir að stjórnvöld í Sýrlandi viðurkenndu sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Borgin Lysychansk í Luhansk sætir stöðugum árásum Rússa. Unnið er að því að flytja íbúa frá borginni, á sama tíma og Rússar freista þess að umkringja hana. Úkraínumenn segja Rússa hafa hörfað frá Snákaeyju. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, segir raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti hrakið Rússa alfarið frá landinu. Allt hernám Rússa sé fullkomlega ólöglegt. Embættismenn segja mögulegt að Kalíngrad verði undanþegið refsiaðgerðum bandamanna, þannig að flutningar þangað um Litháen gætu hafist aftur innan tíðar.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira