Sjö ráðin til indó Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2022 15:54 Sara, Stefanía, Einar, Valgerður, Hermann, Lilja og Hjördís. Aðsend Íslenski sparisjóðurinn indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn, þau Hjördísi Elsu Ásgeirsdóttur, EInar Björgvin Eiðsson, Stefaníu Sch. Thorsteinsson, Lilju Kristínu Birgisdóttur, Söru Mildred Harðardóttur, Hermann Guðmundsson og Valgerði Kristinsdóttur. Í tilkynningu kemur fram að Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin nýr markaðsstjóri indó. „Hjördís Elsa kemur frá Krónunni þar sem hún stýrði markaðsmálum Krónunnar síðastliðin ár, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Hjördís er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einar Björgvin Eiðsson er nýr vörustjóri indó. Einar sem er búsettur í Stokkhólmi kemur frá hinum sænska Klarna Bank þar sem hann vann að stækkun og rekstri bankans. Einar er iðnaðarverkfræðingur frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi og með MBA gráðu útgefna í sameiningu frá New York University, London School of Economics og HEC Paris. Stefanía Sch. Thorsteinsson er nýr áhættustjóri indó. Stefanía hefur starfað sem skrifstofustjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg. Þar áður sem sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, nú Seðlabanka Íslands, og Arion banka. Stefanía er stærðfræðingur frá Háskóla Íslands, er löggildur verðbréfamiðlari og með diplómagráðu í fjárhagslegri áhættugreiningu og ákvörðunartöku. Lilja Kristín Birgisdóttir er nýr verkefnastjóri stafrænna markaðsmála hjá indó. Lilja kemur frá Krónunni þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum síðustu ár. Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og er að ljúka MS gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst. Sara Mildred Harðardóttir er nýr þjónustustjóri indó. Sara stýrði áður þjónustuveri Reykjavík Sightseeing og er með BA gráðu í mannfræði og viðskiptafræði og stundar nú meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hermann Guðmundsson og Valgerður Kristinsdóttir eru nýir forritarar hjá indó. Hermann hefur stundað nám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og NOVA í Virginíuríki í Bandaríkjunum og Valgerður er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Um indó segir að um sé að ræða nýjan íslenska sparisjóð sem leggi áherslu á einfalda, sanngjarna og gagnsæja bankaþjónustu. „Indó fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands 15. febrúar sl. og varð fullgildur aðili að greiðslukerfum banka á Íslandi í maí. Fyrst um sinn mun indó bjóða upp á veltureikning en til stendur að auka vöruframboðið með tímanum. Nú standa yfir prófanir með lokuðum hópi áhugasamra aðila sem hafa skráð sig á biðlista hjá indó og mun prófarahópurinn fara ört stækkandi þar til indó opnar fyrir alla síðar á árinu.“ Vistaskipti Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir hafi verið ráðin nýr markaðsstjóri indó. „Hjördís Elsa kemur frá Krónunni þar sem hún stýrði markaðsmálum Krónunnar síðastliðin ár, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Hjördís er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Einar Björgvin Eiðsson er nýr vörustjóri indó. Einar sem er búsettur í Stokkhólmi kemur frá hinum sænska Klarna Bank þar sem hann vann að stækkun og rekstri bankans. Einar er iðnaðarverkfræðingur frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi og með MBA gráðu útgefna í sameiningu frá New York University, London School of Economics og HEC Paris. Stefanía Sch. Thorsteinsson er nýr áhættustjóri indó. Stefanía hefur starfað sem skrifstofustjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg. Þar áður sem sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, nú Seðlabanka Íslands, og Arion banka. Stefanía er stærðfræðingur frá Háskóla Íslands, er löggildur verðbréfamiðlari og með diplómagráðu í fjárhagslegri áhættugreiningu og ákvörðunartöku. Lilja Kristín Birgisdóttir er nýr verkefnastjóri stafrænna markaðsmála hjá indó. Lilja kemur frá Krónunni þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum síðustu ár. Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og er að ljúka MS gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst. Sara Mildred Harðardóttir er nýr þjónustustjóri indó. Sara stýrði áður þjónustuveri Reykjavík Sightseeing og er með BA gráðu í mannfræði og viðskiptafræði og stundar nú meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Hermann Guðmundsson og Valgerður Kristinsdóttir eru nýir forritarar hjá indó. Hermann hefur stundað nám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og NOVA í Virginíuríki í Bandaríkjunum og Valgerður er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Um indó segir að um sé að ræða nýjan íslenska sparisjóð sem leggi áherslu á einfalda, sanngjarna og gagnsæja bankaþjónustu. „Indó fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands 15. febrúar sl. og varð fullgildur aðili að greiðslukerfum banka á Íslandi í maí. Fyrst um sinn mun indó bjóða upp á veltureikning en til stendur að auka vöruframboðið með tímanum. Nú standa yfir prófanir með lokuðum hópi áhugasamra aðila sem hafa skráð sig á biðlista hjá indó og mun prófarahópurinn fara ört stækkandi þar til indó opnar fyrir alla síðar á árinu.“
Vistaskipti Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira