Fjölskyldan fékk viðbjóðsleg skilaboð eftir slaka frammistöðu gegn Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 22:00 Úr leik Arsenal og Man City í deildarbikarnum veturinn 2020. Manchester City/Getty Images Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur opinberað að barnsmóðir hans og foreldrar hafi fengið ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans er Arsenal tapaði gegn Manchester City undir lok árs 2020. Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25
Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn