Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2022 21:00 Áslaug Arna segir starfið ekki krefjast íslenskukunnáttu að mati ráðuneytisins. Það sé tölfræðistarf og starfsmaðurinn verði fyrst og fremst að vinna með tölur. vísir/bjarni Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt ráðuneyti gerir ekki kröfu um að starfsmaður sinn sé íslenskumælandi. „Já, mér skilst það. Þetta fékk góða athygli og okkur fanst þetta starf þess eðlis að það væri ekki þörf á slíku,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfið er nefnilega starf tölfræðings, eða öllu heldur „talnaspekings“ eins og segir í auglýsingu ráðuneytisins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, benti á það á Facebook í gær að lög um stöðu íslenskrar tungu kveði skýrt á um að íslenska sé hið opinbera mál stjórnvalda og skuli notað hjá þeim. Starfsauglýsingin brjóti gegn þessum lögum. Vinna við tölur - ekki tungumál Ráðherrann vísar því á bug. Hér sé auglýst eftir tölfræðingi sem þurfi aðeins að vinna með tölur - hann starfi ekki í textagerð fyrir ráðuneytið. „Ég tek auðvitað undir mikilvægi íslenskrar tungu en hér er ég að leita að ákveðinni sérhæfingu sem krefst ekki íslenskukunnáttu. Það sem hann [Eiríkur] kannski misskilur við auglýsinguna er að aðilinn er hvorki að vinna með ritað mál eða í sambandi við almenning heldur er hann í tölfræði,“ segir Áslaug Arna. Á Íslandi séu yfir 50 þúsund erlendir ríkisborgarar. „Og ég skil ekki af hverju þau eiga ekki að hafa aðgengi að störfum hjá hinu opinbera,“ segir hún. Sér ekki að hægt sé að vinna starfið án þess að kunna íslensku Íslensk málnefnd segir lögin þó skýr og það sé hlutverk stjórnvalda að hlúa að íslenskunni. „Við höfum alltaf borið gæfu til þess að vinna í þágu íslenskrar tungu. Í þágu eflingu hennar og varðveislu. Og þetta er svona alveg ný hugsun að þoka henni til hliðar fyrir starf á ensku. Þannig að ég veit ekki alveg hvort við séum einfaldlega tilbúin undir þetta skref sem er þarna stigið með þessari auglýsingu,“ segir Eva María Jónsdóttir, varaformaður Íslenskrar málnefndar. Lögin séu skýr en þar segir: „Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.“ Eva María er varaformaður Íslenskrar málnefndar.vísir/bjarni Eva segir að þó viðkomandi starfsmaður í ráðuneytinu muni ekki starfa við að miðla upplýsingum til almennings eða mikið með texta sé mikilvægt að íslenska sé töluð í stjórnkerfinu. „Það er rosalega erfitt að sjá að það sé hægt að vinna þetta starf án þess að kunna góða íslensku vegna þess að þarna er um teymisvinnu að ræða. Og þá þarf náttúrulega að gera ráð fyrir því að allir í teyminu séu tilbúnir til þess að vinna á ensku,“ segir Eva María. Íslensk tunga hafi hopað fyrir enskunni á ýmsum sviðum síðustu ár. Eva segir brýnt að berjast fyrir því að viðhalda henni. „Okkur sem vinnum með íslenska tungu finnst það. En við viljum samt ekki stinga höfðinu í sandinn og segja að við viljum ekki heyra neina ensku, enskan er auðvitað sterkt tungumál. En við verðum að vera raunsæ og tala um þetta. Og við verðum líka að vita að þetta er í okkar höndum og hafa svolítinn eldmóð og baráttugleði fyrir hönd okkar örtungumáls, sem að er í raun og veru kraftaverk að sé til í dag,“ segir Eva María. Íslenska á tækniöld Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt ráðuneyti gerir ekki kröfu um að starfsmaður sinn sé íslenskumælandi. „Já, mér skilst það. Þetta fékk góða athygli og okkur fanst þetta starf þess eðlis að það væri ekki þörf á slíku,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfið er nefnilega starf tölfræðings, eða öllu heldur „talnaspekings“ eins og segir í auglýsingu ráðuneytisins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, benti á það á Facebook í gær að lög um stöðu íslenskrar tungu kveði skýrt á um að íslenska sé hið opinbera mál stjórnvalda og skuli notað hjá þeim. Starfsauglýsingin brjóti gegn þessum lögum. Vinna við tölur - ekki tungumál Ráðherrann vísar því á bug. Hér sé auglýst eftir tölfræðingi sem þurfi aðeins að vinna með tölur - hann starfi ekki í textagerð fyrir ráðuneytið. „Ég tek auðvitað undir mikilvægi íslenskrar tungu en hér er ég að leita að ákveðinni sérhæfingu sem krefst ekki íslenskukunnáttu. Það sem hann [Eiríkur] kannski misskilur við auglýsinguna er að aðilinn er hvorki að vinna með ritað mál eða í sambandi við almenning heldur er hann í tölfræði,“ segir Áslaug Arna. Á Íslandi séu yfir 50 þúsund erlendir ríkisborgarar. „Og ég skil ekki af hverju þau eiga ekki að hafa aðgengi að störfum hjá hinu opinbera,“ segir hún. Sér ekki að hægt sé að vinna starfið án þess að kunna íslensku Íslensk málnefnd segir lögin þó skýr og það sé hlutverk stjórnvalda að hlúa að íslenskunni. „Við höfum alltaf borið gæfu til þess að vinna í þágu íslenskrar tungu. Í þágu eflingu hennar og varðveislu. Og þetta er svona alveg ný hugsun að þoka henni til hliðar fyrir starf á ensku. Þannig að ég veit ekki alveg hvort við séum einfaldlega tilbúin undir þetta skref sem er þarna stigið með þessari auglýsingu,“ segir Eva María Jónsdóttir, varaformaður Íslenskrar málnefndar. Lögin séu skýr en þar segir: „Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.“ Eva María er varaformaður Íslenskrar málnefndar.vísir/bjarni Eva segir að þó viðkomandi starfsmaður í ráðuneytinu muni ekki starfa við að miðla upplýsingum til almennings eða mikið með texta sé mikilvægt að íslenska sé töluð í stjórnkerfinu. „Það er rosalega erfitt að sjá að það sé hægt að vinna þetta starf án þess að kunna góða íslensku vegna þess að þarna er um teymisvinnu að ræða. Og þá þarf náttúrulega að gera ráð fyrir því að allir í teyminu séu tilbúnir til þess að vinna á ensku,“ segir Eva María. Íslensk tunga hafi hopað fyrir enskunni á ýmsum sviðum síðustu ár. Eva segir brýnt að berjast fyrir því að viðhalda henni. „Okkur sem vinnum með íslenska tungu finnst það. En við viljum samt ekki stinga höfðinu í sandinn og segja að við viljum ekki heyra neina ensku, enskan er auðvitað sterkt tungumál. En við verðum að vera raunsæ og tala um þetta. Og við verðum líka að vita að þetta er í okkar höndum og hafa svolítinn eldmóð og baráttugleði fyrir hönd okkar örtungumáls, sem að er í raun og veru kraftaverk að sé til í dag,“ segir Eva María.
Íslenska á tækniöld Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira