Það gekk ágætlega hjá svissneska liðinu að verjast í fyrri hálfleik en í þeim síðari vandaðist málið. Alessia Russo, framherji Manchester United, kom Englandi yfir snemma leiks í seinni hálfleik og eftir fjórfalda skiptingu á 60. mínútu var tók England öll völd á vellinum.
Georgia Stanway, framherji Man City, tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum og Bethany England gekk í raun frá leiknum á 77. mínútu með þriðja marki enska liðsins. Það var svo reynsluboltinn Jill Scott sem skoraði fjórða markið þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Lokatölur 4-0 og enska liðið mætir með sjálfstraustið í botni á EM á meðan Sviss gæti verið í vandræðum.
England leikur í A-riðli mótsins ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Sviss er á sama tíma í C-riðli með Hollandi, Portúgal og Svíþjóð.