Rapinoe og Biles fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2022 08:01 Megan Rapinoe hefur átt frábæran feril, bæði innan vallar sem utan. Erin Chang/Getty Images Hvíta húsið tilkynnti í dag að knattspyrnukonan Megan Rapinoe yrði meðal þeirra sem myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Fimleikadrottningin Simone Biles verður einnig meðal þeirra sem hlotnast sá heiður að þessu sinni. Í næstu viku mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heiðra vel valda einstaklinga í Hvíta húsinu. Alls munu 17 einstaklingar fá hina svokölluðu Frelsisorðu (e. Presidential Medal of Freedom). Hin 36 ára gamla Rapinoe hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hefur hún barist fyrir því að kvennalandslið Bandaríkjanna fái sömu laun og leikmenn karlaliðsins. Þá hefur hún barist gegn kynþáttafordómum og réttindum LGBTQIA+ fólks. Ásamt því hefur Rapinoe átt ótrúlegan feril á knattspyrnuvellinum og til að mynda tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hún verður fyrst allra knattspyrnumanna, karla eða kvenna, sem hlýtur Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. USWNT's Megan Rapinoe will be presented with the nation's highest civilian honor, the Presidential Medal of Freedom, the White House announced.She will be the first ever footballer to receive this award pic.twitter.com/2p9pFiGXI9— ESPN FC (@ESPNFC) July 1, 2022 Hin 25 ára gamla Biles er ein albesta – ef ekki sú besta – fimleikakona allra tíma. Engin hefur unnið til fleiri verðlauna en hún. Alls vann Biles til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hún er einnig dugleg að láta til sín taka er kemur að málefnum þeirra sem minna mega sín. Þá sérstaklega er varðar málefni sem standa henni nærri. Má þar nefna andlega vellíðan íþróttafólks, fósturbörn og þolendur kynferðisofbeldis. Simone Biles er engri lík.Laurence Griffiths/Getty Images „Þau 17 sem tilnefnd eru hafa öll yfirstigið miklar hindranir á lífsleið sinni og hafa keyrt í gegn breytingar í samfélögum sínum sem og heiminum öllum. Hafa þau rautt leiðina fyrir okkur hin,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins. Fótbolti Fimleikar Bandaríkin Joe Biden Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Í næstu viku mun Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heiðra vel valda einstaklinga í Hvíta húsinu. Alls munu 17 einstaklingar fá hina svokölluðu Frelsisorðu (e. Presidential Medal of Freedom). Hin 36 ára gamla Rapinoe hefur barist ötullega fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Hefur hún barist fyrir því að kvennalandslið Bandaríkjanna fái sömu laun og leikmenn karlaliðsins. Þá hefur hún barist gegn kynþáttafordómum og réttindum LGBTQIA+ fólks. Ásamt því hefur Rapinoe átt ótrúlegan feril á knattspyrnuvellinum og til að mynda tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Hún verður fyrst allra knattspyrnumanna, karla eða kvenna, sem hlýtur Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. USWNT's Megan Rapinoe will be presented with the nation's highest civilian honor, the Presidential Medal of Freedom, the White House announced.She will be the first ever footballer to receive this award pic.twitter.com/2p9pFiGXI9— ESPN FC (@ESPNFC) July 1, 2022 Hin 25 ára gamla Biles er ein albesta – ef ekki sú besta – fimleikakona allra tíma. Engin hefur unnið til fleiri verðlauna en hún. Alls vann Biles til 32 verðlauna á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppnum. Hún er einnig dugleg að láta til sín taka er kemur að málefnum þeirra sem minna mega sín. Þá sérstaklega er varðar málefni sem standa henni nærri. Má þar nefna andlega vellíðan íþróttafólks, fósturbörn og þolendur kynferðisofbeldis. Simone Biles er engri lík.Laurence Griffiths/Getty Images „Þau 17 sem tilnefnd eru hafa öll yfirstigið miklar hindranir á lífsleið sinni og hafa keyrt í gegn breytingar í samfélögum sínum sem og heiminum öllum. Hafa þau rautt leiðina fyrir okkur hin,“ segir í yfirlýsingu Hvíta hússins.
Fótbolti Fimleikar Bandaríkin Joe Biden Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira