„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. júlí 2022 07:30 Hollendingar réðu ekkert við Tryggva Snæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og þremur vörðum boltum. Framlagsstigin voru 31, sem var það langhæsta sem sást á vellinum. Hvernig leið Tryggva inni á vellinum? „Mér leið bara mjög vel. Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur, eða svona næstum því. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér leið vel. Það er náttúrulega alltaf verið að berjast við mig og ég bara tek því vel því það opnar oftast á leikmenn fyrir utan og gefur öðrum séns á að gera betur og skjóta. Við skutum illa í byrjun en náðum að rífa það upp í seinni hálfleik og allt í allt fannst mér við spila vel og ég er bara mjög sáttur með strákana.“ Það mætti kannski segja að þetta hafi verið eins og hver annar dagurinn á skrifstofunni fyrir Tryggva þó svo að allir hávöxnustu menn Hollands hafi mætt í teiginn í kvöld til að berja á honum? „Ég bara tek því eins og hverjum öðrum degi. Ég slæ aldrei hendinni á móti því að berjast pínu, ég hef bara gaman af því, þó þeir séu margir sem reyna þá verð ég bara að endast lengur en þeir og halda áfram allan leikinn.“ Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Glæsilegur endurkomusigur niðurstaðan, en það leit ekki vel út á tímabili. Kom það aldrei til greina að gefast hreinlega upp? „Nei! Við náttúrulega gefumst aldrei upp. Þó svo að þeir hafi verið að vinna okkur á þeim tímapunkti þá vissum við alveg að við ættum inni meiri orku. Við þurftum bara að komast á eitt gott „run“ og taka á þeim. Jú jú, það var leiðinlegt að vera undir þarna í byrjun og við misstum aðeins stemminguna en við erum mjög góðir að þjappa okkur saman, rífa okkur í gang og byrja uppá nýtt. Við gerðum það þarna í byrjun seinni hálfleiks og settum tóninn bara strax. Körfubolti Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 „Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum og þremur vörðum boltum. Framlagsstigin voru 31, sem var það langhæsta sem sást á vellinum. Hvernig leið Tryggva inni á vellinum? „Mér leið bara mjög vel. Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur, eða svona næstum því. Við ætluðum að vinna þennan leik og mér leið vel. Það er náttúrulega alltaf verið að berjast við mig og ég bara tek því vel því það opnar oftast á leikmenn fyrir utan og gefur öðrum séns á að gera betur og skjóta. Við skutum illa í byrjun en náðum að rífa það upp í seinni hálfleik og allt í allt fannst mér við spila vel og ég er bara mjög sáttur með strákana.“ Það mætti kannski segja að þetta hafi verið eins og hver annar dagurinn á skrifstofunni fyrir Tryggva þó svo að allir hávöxnustu menn Hollands hafi mætt í teiginn í kvöld til að berja á honum? „Ég bara tek því eins og hverjum öðrum degi. Ég slæ aldrei hendinni á móti því að berjast pínu, ég hef bara gaman af því, þó þeir séu margir sem reyna þá verð ég bara að endast lengur en þeir og halda áfram allan leikinn.“ Tryggvi Snær átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Glæsilegur endurkomusigur niðurstaðan, en það leit ekki vel út á tímabili. Kom það aldrei til greina að gefast hreinlega upp? „Nei! Við náttúrulega gefumst aldrei upp. Þó svo að þeir hafi verið að vinna okkur á þeim tímapunkti þá vissum við alveg að við ættum inni meiri orku. Við þurftum bara að komast á eitt gott „run“ og taka á þeim. Jú jú, það var leiðinlegt að vera undir þarna í byrjun og við misstum aðeins stemminguna en við erum mjög góðir að þjappa okkur saman, rífa okkur í gang og byrja uppá nýtt. Við gerðum það þarna í byrjun seinni hálfleiks og settum tóninn bara strax.
Körfubolti Landslið karla í körfubolta HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 „Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20
„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“ Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 1. júlí 2022 23:16