Ísland með Ungverjalandi í riðli á HM í handbolta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 16:25 Bjarki Már og Ómar Ingi eru væntanlega mjög spenntir fyrir því að spila á HM í handbolta HSÍ Dregið var í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslendingar lentu meðal annars í riðli með Ungverjum þegar mótið verður haldið í 28. sinn. Drátturinn fór fram í Katowice í Póllandi en þar fara fram leikir í E og B riðli í mótinu. Það má segja að Íslendingar hefðu getað fengið þægilegri riðil til að miðað við að hafa verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Íslendingar munu vera í D riðli sem spilaður verður í Kristianstad og mæta þeir Portúgal, Ungverjum og Suður-Kóreu. Íslendingar hafa eldað grátt silfur saman með Ungverjum á þessari öld bæði í handbolta og fótbolta og hafa leikirnir í handbolta verið hörkuleikir. Síðast þegar liðin mættust þá unnu Íslendingar með einu marki 31-30 á EM 2022 en töpuðu þar áður á EM 2020. Sárust er þó væntanlega minningin af leik liðanna á Ólympíuleikunum 2012 þegar Ungverjar slógu út Strákana okkar í átta liða úrslitum eftir framlengdan leik 33-34. Þá eru Portúgalir með okkur í riðli en það er lið sem hefur verið á uppleið undanfarin ár og leikir liðanna í fyrra og hitt í fyrra voru hörkuleikir. Að lokum þá er sigursælasta lið Asíu mótsins í handknattleik sem verða með Íslendingum í riðli en það eru Suður-Kóreu menn. Ísland mætti Suður-Kóreu á HM ´95 sem var haldið hér á landi og þar unnu Suður-Kóreumenn leikinn 26-23. Ísland mun hefja leik gegn Portúgal 12. janúar 2023 í Kristianstad en Heimsmeistaramótið hefst deginum áður með leik Frakka og Pólverja, sem eru gestgjafar, í Katowice. Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir á HM 2023 í handbolta líta út. Enn á eftir að leika Afríkumótið í handbolta og munu liðin sem merkt eru Afríka 1-5 raðast í riðlana eins og nefnt er hér að neðan. A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4 HM 2023 í handbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Drátturinn fór fram í Katowice í Póllandi en þar fara fram leikir í E og B riðli í mótinu. Það má segja að Íslendingar hefðu getað fengið þægilegri riðil til að miðað við að hafa verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Íslendingar munu vera í D riðli sem spilaður verður í Kristianstad og mæta þeir Portúgal, Ungverjum og Suður-Kóreu. Íslendingar hafa eldað grátt silfur saman með Ungverjum á þessari öld bæði í handbolta og fótbolta og hafa leikirnir í handbolta verið hörkuleikir. Síðast þegar liðin mættust þá unnu Íslendingar með einu marki 31-30 á EM 2022 en töpuðu þar áður á EM 2020. Sárust er þó væntanlega minningin af leik liðanna á Ólympíuleikunum 2012 þegar Ungverjar slógu út Strákana okkar í átta liða úrslitum eftir framlengdan leik 33-34. Þá eru Portúgalir með okkur í riðli en það er lið sem hefur verið á uppleið undanfarin ár og leikir liðanna í fyrra og hitt í fyrra voru hörkuleikir. Að lokum þá er sigursælasta lið Asíu mótsins í handknattleik sem verða með Íslendingum í riðli en það eru Suður-Kóreu menn. Ísland mætti Suður-Kóreu á HM ´95 sem var haldið hér á landi og þar unnu Suður-Kóreumenn leikinn 26-23. Ísland mun hefja leik gegn Portúgal 12. janúar 2023 í Kristianstad en Heimsmeistaramótið hefst deginum áður með leik Frakka og Pólverja, sem eru gestgjafar, í Katowice. Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir á HM 2023 í handbolta líta út. Enn á eftir að leika Afríkumótið í handbolta og munu liðin sem merkt eru Afríka 1-5 raðast í riðlana eins og nefnt er hér að neðan. A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4
A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4
HM 2023 í handbolta Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira