Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:00 Alexia Putellas á landsliðsæfingu. Oscar J. Barroso/Getty Images Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas) Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00