Fótbolti

Tvö rauð er Viking og Rosen­borg skildu jöfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking.
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking. Twitter@vikingfotball

Íslendingalið Viking gerði 1-1 jafntefli við Rosenborg í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni. Allt ætlaði upp úr að sjóða í lok leiks er tvö rauð spjöld fóru á loft.

Íslendingalið Viking gerði 1-1 jafntefli við Rosenborg í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni. Allt ætlaði upp úr að sjóða í lok leiks er tvö rauð spjöld fóru á loft.

Gestirnir í Rosenborg komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks og var staðan 0-1 í hálfleik. Samúel Kári Friðjónsson nældi sér í gult spjald undir lok fyrri hálfleiks og var skipt út af í hálfleik.

Heimamenn jöfnuðu metin á 66. mínútu og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Í uppbótartíma lenti þeim Zlatko Tripic og Markus Henriksen saman með þeim afleiðingum að báðir fengu rautt spjald.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem er áfram í 3. sæti, nú með 22 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×