Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 22:33 Mynd úr Royal Arena eftir að tilkynnt var um að tónleikunum hafi verið aflýst. aðsend Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira