Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild Gunnar Reynir Valþórsson, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júlí 2022 07:02 Varðstjórinn Dannie Rise sem fer fyrir rannsókninni hélt blaðamannafund um stöðu málsins klukkan 16 að staðartíma í dag. EPA-EFE/Martin Sylvest Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari. Fjórir aðrir voru særðir skotsárum og eru þau öll í lífshættu. Þau sem særðust eru fjörutíu ára og nítján ára danskar konur auk tveggja sænskra ríkisborgara, fimmtugs manns og sextán ára stúlku. Þar fyrir utan slösuðust margir í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríðina en enginn þó alvarlega, að sögn Sören Thomassen, lögreglustjóra Kaupmannahafnar, á blaðamannafundi nú í morgun. Vísir fylgist með framgangi mála, hægt er að fylgjast með vaktinni hér að neðan.
Fjórir aðrir voru særðir skotsárum og eru þau öll í lífshættu. Þau sem særðust eru fjörutíu ára og nítján ára danskar konur auk tveggja sænskra ríkisborgara, fimmtugs manns og sextán ára stúlku. Þar fyrir utan slösuðust margir í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríðina en enginn þó alvarlega, að sögn Sören Thomassen, lögreglustjóra Kaupmannahafnar, á blaðamannafundi nú í morgun. Vísir fylgist með framgangi mála, hægt er að fylgjast með vaktinni hér að neðan.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33 Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37 Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. 3. júlí 2022 22:33
Höfuðborginni breytt á svipstundu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. 3. júlí 2022 23:37
Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins. 3. júlí 2022 16:25