Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2022 10:23 Ugla Stefanía segir Sigmund Davíð fara með „alls konar fleipur“ þegar kemur að lögum um kynrænt sjálfræði. Aðferðir hans væru „slóttugar og lævísar“ og til þess að grafa undan réttindabaráttu fólks. Samsett mynd Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu í Sprengisand til Heimis Karlssonar í gær til að ræða um þátt Alþingis í réttindabaráttu fólks, þróun íslenskrar tungu og umburðarlyndi í íslenskri samfélagsumræðu. Eftir þáttinn skrifaði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi Sigmund. Í færslunni sagði hún að Sigmundur hafi farið með „alls konar fleipur um lög um kynrænt sjálfræði“ og talað niður til réttindabaráttunnar. Tal hans um að löggjafinn hafi afsalað sér völdum til hópa aktívista væri „stórkostlega mikil þvæla“ og „gríðarleg vanvirðing við það starf sérfræðinga og fagfólks sem kom að smíðum frumvarps um kynrænt sjálfræði.“ Fjölbreyttur hópur fagfólks og sérfræðinga Hún segir að hópurinn sem kom að smíðum frumvarpsins hafi verið „fólk úr grasrótinni, lögfræðingar, kynjafræðingar, félagsfræðingar, siðfræðingar, þingfólk, og sprenglært fólk og aðrir sérfræðingar í málefnum hinsegin fólks.“ Vinnan hafi tekið fjögur ár og það hafi verið ríkt samráð við helstu stofnanir, hagsmunafélög, kvenréttindafélög og önnur mannréttindasamtök. Það að Sigmundur smætti þennan hóp niður í „hóp aktívista“ segir Ugla að lýsi engu nema vanþekkingu og vanþóknun Sigmundar á réttindabaráttu hinsegin fólks. Það væri heldur ekki svo að hópurinn sem ynni að frumvarpinu hefði vald yfir lokaútgáfu þess. Þegar það kæmi til ráðuneytisins færi það úr þeirra höndum. Þá færi frumvarpið inn í nefndir, umræður á Alþingi og loks í atkvæðagreiðslu. Í því ferli breyttist ýmislegt í frumvarpinu og svo þegar kæmi að atkvæðagreiðslu tæki þingfólk meðvitaðar ákvarðanir. Þetta ætti ekki bara við um frumvarp um kynrænt sjálfræði heldur öll frumvörp sem væru unnin í samræði við sérfræðinga á viðeigandi sviðum. Lögin stangist ekkert á við réttindi kvenna Ugla segir einnig að staðhæfingar Sigmundar um að lögin stangist á við réttindi kvenna „auðvitað úr lausu lofti gripin“ enda hafi öll helstu mannréttindasamtök stutt frumvarpið. Þar með talið væri Kvenréttindafélag Íslands sem Trans Ísland væri meðlimur í. Þá segir hún að það hljóti að teljast vandræðalegt fyrir Sigmund að gera sig út fyrir að vera „verndari kvenréttinda“ í ljósi þess að „kynjahalli hafði ekki verið meiri í hans ríkisstjórnartíð en síðan 1999, þar sem eingöngu þrjár af níu ráðherrum voru konur.“ Hún minnist einni á þegar Sigmundur kaus gegn rýmkunum þungunarrofs á sínum tíma og getur því seint talist vera „mikill kvenréttindafrömuður.“ Tilraun hans til að grafa undan réttindabaráttu trans fólks og hinsegin fólks með vísun í kvenréttindi væri því „lítið annað en illa ígrunduð yfirhylming og vanþekking á þessum málaflokkum.“ Taktík hans væri sambærileg þeim aðferðum „þegar réttindum öryrkja og eldra fólks er etjað gegn innflytjendum og hælisleitendum.“ Sigmundur beitti aðferðum sem væru „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Tengdar fréttir Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni. 3. júlí 2022 13:41
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent