Lífið

Myndaveisla: Hjóluðu alla Vestfirði á fimm dögum

Bjarki Sigurðsson skrifar
8eb0ZWe4.jpeg
Þráinn Kolbeinsson

Hjólreiðakeppnin Westfjords Way Challenge fór fram í vikunni í fyrsta sinn en keppendur hjóluðu allan Vestfjarðarhringinn á einungis fimm dögum. 57 keppendur tóku þátt og komu þeir frá öllum heimshornum. 

Hringurinn sem er hjólaður er 960 kílómetrar og samanstendur af fjórum leggjum. Lagt var af stað frá Ísafirði á miðvikudaginn og runnu keppendur aftur í hlað þar á bæ í gær. Laugardagur var hvíldardagur fyrir keppendur. 

Tyler Wacker, einn af skipuleggjendum keppnarinnar, segir í samtali við fréttastofu að keppnin hafi gengið eins og í sögu og að einhverjir hafi talað um að þetta hafi verið besta upplifun ævi þeirra.

Ef að keppendur stöðvuðu á ákveðnum menningarstöðum, líkt og á kaffihúsum, sundlaugum og söfnum, var tími þeirra stoppaður. Mikil ánægja var meðal keppenda að fá að upplifa sérstaka menningu Vestfjarða án þess að það bitnaði á árangur þeirra í keppninni.

Lael Wilcox sigraði keppnina í kvennaflokki og Arnþór Gústavsson í karlaflokki.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá keppninni sem Þráinn Kolbeinsson tók. 

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson

Þráinn Kolbeinsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×