Skrifaði undir nýjan samning með vinstri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 08:30 Cecilía Rán Rúnarsdóttir skrifar undir samning sinn við Bayern München en hún þurfti að nota vinstri hendi þar sem sú hægri var enn í gifsi. Instagram/@ceciliaranr Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri. Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið að Cecilía Rán yrði áfram hjá félaginu næstu fjögur árin eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni í janúar. @ceciliaran03 bleibt in München! Alle Infos zur Verpflichtung des Torhüterinnentalents.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DB5dT819sZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) July 4, 2022 Það vakti athygli að í myndbandi sem Bayern birti þá sést Cecilía Rán eiga í mestu vandræðum með að skrifa undir samninginn þar sem hægri hönd hennar er í gifsi en líkt og meirihluti mannkyns er Cecilía Rán rétthent. Um miðjan apríl handarbrotnaði Cecilía Rán á æfingu með Bayern. Var talið að hún yrði frá í allt að tólf vikur en það var engin bilbug á henni að finna. Hún hefur greinilega staðið sig með prýði á æfingum fram að því þar sem liðið vildi ólmt semja við hana til lengri tíma. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán var vissulega frá í nokkrar vikur en nýtti tímann greinilega vel, hún skrifaði undir nýjan samning sem var tilkynntur á mánudag og hélt landsliðssæti sínu en sem stendur má reikna með að hún og Telma Ívarsdóttir vermi varamannabekk Íslands á EM í Englandi. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli innan vallar enda var hún varla fermd þegar hún var farin að spila í meistaraflokki. Eftir góðan tíma hjá Fylki keypti enska úrvalsdeildarfélagið Everton markvörðinn unga en lánaði hana fyrst til Svíþjóðar og svo til Bayern. Fór það svo að þýska stórliðið fékk hana alfarið nú í sumar og er spurning hvort hún fái enn fleiri tækifæri með liðinu á næstu leiktíð. Það verða því áfram þrír Íslendingar í Bayern en ásamt Cecilíu Rán eru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mála hjá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Cecilía Rán á að baki 8 A-landsleiki og hefur haldið hreinu í sex þeirra. Þá á hún að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56 Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00 Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið að Cecilía Rán yrði áfram hjá félaginu næstu fjögur árin eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni í janúar. @ceciliaran03 bleibt in München! Alle Infos zur Verpflichtung des Torhüterinnentalents.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DB5dT819sZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) July 4, 2022 Það vakti athygli að í myndbandi sem Bayern birti þá sést Cecilía Rán eiga í mestu vandræðum með að skrifa undir samninginn þar sem hægri hönd hennar er í gifsi en líkt og meirihluti mannkyns er Cecilía Rán rétthent. Um miðjan apríl handarbrotnaði Cecilía Rán á æfingu með Bayern. Var talið að hún yrði frá í allt að tólf vikur en það var engin bilbug á henni að finna. Hún hefur greinilega staðið sig með prýði á æfingum fram að því þar sem liðið vildi ólmt semja við hana til lengri tíma. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán var vissulega frá í nokkrar vikur en nýtti tímann greinilega vel, hún skrifaði undir nýjan samning sem var tilkynntur á mánudag og hélt landsliðssæti sínu en sem stendur má reikna með að hún og Telma Ívarsdóttir vermi varamannabekk Íslands á EM í Englandi. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli innan vallar enda var hún varla fermd þegar hún var farin að spila í meistaraflokki. Eftir góðan tíma hjá Fylki keypti enska úrvalsdeildarfélagið Everton markvörðinn unga en lánaði hana fyrst til Svíþjóðar og svo til Bayern. Fór það svo að þýska stórliðið fékk hana alfarið nú í sumar og er spurning hvort hún fái enn fleiri tækifæri með liðinu á næstu leiktíð. Það verða því áfram þrír Íslendingar í Bayern en ásamt Cecilíu Rán eru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mála hjá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Cecilía Rán á að baki 8 A-landsleiki og hefur haldið hreinu í sex þeirra. Þá á hún að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56 Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00 Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56
Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00
Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00