Skrifaði undir nýjan samning með vinstri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 08:30 Cecilía Rán Rúnarsdóttir skrifar undir samning sinn við Bayern München en hún þurfti að nota vinstri hendi þar sem sú hægri var enn í gifsi. Instagram/@ceciliaranr Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri. Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið að Cecilía Rán yrði áfram hjá félaginu næstu fjögur árin eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni í janúar. @ceciliaran03 bleibt in München! Alle Infos zur Verpflichtung des Torhüterinnentalents.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DB5dT819sZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) July 4, 2022 Það vakti athygli að í myndbandi sem Bayern birti þá sést Cecilía Rán eiga í mestu vandræðum með að skrifa undir samninginn þar sem hægri hönd hennar er í gifsi en líkt og meirihluti mannkyns er Cecilía Rán rétthent. Um miðjan apríl handarbrotnaði Cecilía Rán á æfingu með Bayern. Var talið að hún yrði frá í allt að tólf vikur en það var engin bilbug á henni að finna. Hún hefur greinilega staðið sig með prýði á æfingum fram að því þar sem liðið vildi ólmt semja við hana til lengri tíma. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán var vissulega frá í nokkrar vikur en nýtti tímann greinilega vel, hún skrifaði undir nýjan samning sem var tilkynntur á mánudag og hélt landsliðssæti sínu en sem stendur má reikna með að hún og Telma Ívarsdóttir vermi varamannabekk Íslands á EM í Englandi. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli innan vallar enda var hún varla fermd þegar hún var farin að spila í meistaraflokki. Eftir góðan tíma hjá Fylki keypti enska úrvalsdeildarfélagið Everton markvörðinn unga en lánaði hana fyrst til Svíþjóðar og svo til Bayern. Fór það svo að þýska stórliðið fékk hana alfarið nú í sumar og er spurning hvort hún fái enn fleiri tækifæri með liðinu á næstu leiktíð. Það verða því áfram þrír Íslendingar í Bayern en ásamt Cecilíu Rán eru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mála hjá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Cecilía Rán á að baki 8 A-landsleiki og hefur haldið hreinu í sex þeirra. Þá á hún að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56 Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00 Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið að Cecilía Rán yrði áfram hjá félaginu næstu fjögur árin eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni í janúar. @ceciliaran03 bleibt in München! Alle Infos zur Verpflichtung des Torhüterinnentalents.#FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/DB5dT819sZ— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) July 4, 2022 Það vakti athygli að í myndbandi sem Bayern birti þá sést Cecilía Rán eiga í mestu vandræðum með að skrifa undir samninginn þar sem hægri hönd hennar er í gifsi en líkt og meirihluti mannkyns er Cecilía Rán rétthent. Um miðjan apríl handarbrotnaði Cecilía Rán á æfingu með Bayern. Var talið að hún yrði frá í allt að tólf vikur en það var engin bilbug á henni að finna. Hún hefur greinilega staðið sig með prýði á æfingum fram að því þar sem liðið vildi ólmt semja við hana til lengri tíma. Hin 18 ára gamla Cecilía Rán var vissulega frá í nokkrar vikur en nýtti tímann greinilega vel, hún skrifaði undir nýjan samning sem var tilkynntur á mánudag og hélt landsliðssæti sínu en sem stendur má reikna með að hún og Telma Ívarsdóttir vermi varamannabekk Íslands á EM í Englandi. Hún hefur fengið verðskuldaða athygli innan vallar enda var hún varla fermd þegar hún var farin að spila í meistaraflokki. Eftir góðan tíma hjá Fylki keypti enska úrvalsdeildarfélagið Everton markvörðinn unga en lánaði hana fyrst til Svíþjóðar og svo til Bayern. Fór það svo að þýska stórliðið fékk hana alfarið nú í sumar og er spurning hvort hún fái enn fleiri tækifæri með liðinu á næstu leiktíð. Það verða því áfram þrír Íslendingar í Bayern en ásamt Cecilíu Rán eru Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mála hjá félaginu. View this post on Instagram A post shared by Cecili a Ra n Ru narsdo ttir (@ceciliaranr) Cecilía Rán á að baki 8 A-landsleiki og hefur haldið hreinu í sex þeirra. Þá á hún að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fótbolti Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56 Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00 Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026 Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026. 4. júlí 2022 08:56
Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar. 3. júlí 2022 09:00
Tíu dagar í EM: Var alltaf að fá blóðnasir og fer í óumbeðnar heimsóknir Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Markvörðurinn ungi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er næst í röðinni. 30. júní 2022 11:00