Stjörnur C-riðils: Markamaskína af guðs náð, sænskt varnartröll og harðjaxl frá Sviss Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2022 10:00 Vivianne Miedema fagnar einu af 94 landsliðsmörkum sínum. EPA-EFE/Cor Lasker Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa C-riðil. Þau eru Holland, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Vivianne Miedema (Holland) Vivianne Miedema getur vart stigið fæti á fótboltavöll án þess að þenja netmöskvana.EPA-EFE/Cor Lasker Hin 25 ára Miedema er markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi með 94 mörk í 111 leikjum. Það var snemma ljóst í hvað stefndi en hún hafði skorað 18 mörk í 18 leikjum er hún var 18 ára gömul. Ef það er ekki nóg þá er Miedema markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 64 mörk en hún hefur spilað fyrir Arsenal frá árinu 2017. Var orðuð við flest stórlið álfunnar fyrr í sumar en endursamdi á endanum við Arsenal. View this post on Instagram A post shared by Arsenal Women (@arsenalwfc) Jéssica Silva (Portúgal) Jéssica Silva mun leiða sóknarlínu Portúgals.EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN Hin 27 ára gamla Jéssica Silva hefur komið víða við á ferli sínum. Þessi lunkni framherji hefur spilað í Svíþjóð, á Spáni, Frakklandi, Bandaríkjunum og svo heimalandinu. Varð Evrópumeistari með Lyon, fyrst allra portúgalskra kvenna. Missti af síðasta Evrópumóti vegna meiðsla en er nú tilbúin að láta til sín taka. Horfir mikið upp til Cristiano Ronaldo og nældi í mynd með átrúnaðargoðinu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Je ssica Silva (@jessiicasilva10) Magdalena Eriksson (Svíþjóð) Magdalena Eriksson hitar upp fyrir einn af sínum 84 landsleikjum.EPA-EFE/Claudio Bresciani Hin 28 ára gamla Eriksson er fyrirliði Englandsmeistara Chelsea og stýrir varnarleik sænska liðsins af mikilli yfirvegun. Hefur spilað 84 A-landsleiki og eiga þeir bara eftir að verða fleiri. Hefur verið fótboltaóð frá unga aldri og skírði til að mynda naggrísina sem hún átti sem barn í höfuðið á goðsögnunum Luis Figo og Zinedine Zidane. Eriksson er í sambandi með Pernille Harder, samherja sínum hjá Chelsea og besta leikmanni Danmerkur. Það yrði því forvitnileg barátta ef Svíþjóð og Danmörk mætast þegar líður á mótið. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Lia Wälti (Sviss) Lia Wälti gefur aldrei neitt eftir.EPA-EFE/PETER KLAUNZER Hin 29 ára gamla Wälti er fyrirliði og leiðtogi svissneska liðsins. Spilar með Arsenal og hefur gert síðan árið 2018. Fædd í þorpi þar sem íshokkí var allt í öllu en Wälti var alltaf meira fyrir takkaskó frekar en skauta. Hefur spilað 98 A-landsleiki og ætti að brjóta hundrað leikja múrinn á EM. View this post on Instagram A post shared by Lia Wa lti (@liawaelti) Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Vivianne Miedema (Holland) Vivianne Miedema getur vart stigið fæti á fótboltavöll án þess að þenja netmöskvana.EPA-EFE/Cor Lasker Hin 25 ára Miedema er markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi með 94 mörk í 111 leikjum. Það var snemma ljóst í hvað stefndi en hún hafði skorað 18 mörk í 18 leikjum er hún var 18 ára gömul. Ef það er ekki nóg þá er Miedema markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 64 mörk en hún hefur spilað fyrir Arsenal frá árinu 2017. Var orðuð við flest stórlið álfunnar fyrr í sumar en endursamdi á endanum við Arsenal. View this post on Instagram A post shared by Arsenal Women (@arsenalwfc) Jéssica Silva (Portúgal) Jéssica Silva mun leiða sóknarlínu Portúgals.EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN Hin 27 ára gamla Jéssica Silva hefur komið víða við á ferli sínum. Þessi lunkni framherji hefur spilað í Svíþjóð, á Spáni, Frakklandi, Bandaríkjunum og svo heimalandinu. Varð Evrópumeistari með Lyon, fyrst allra portúgalskra kvenna. Missti af síðasta Evrópumóti vegna meiðsla en er nú tilbúin að láta til sín taka. Horfir mikið upp til Cristiano Ronaldo og nældi í mynd með átrúnaðargoðinu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Je ssica Silva (@jessiicasilva10) Magdalena Eriksson (Svíþjóð) Magdalena Eriksson hitar upp fyrir einn af sínum 84 landsleikjum.EPA-EFE/Claudio Bresciani Hin 28 ára gamla Eriksson er fyrirliði Englandsmeistara Chelsea og stýrir varnarleik sænska liðsins af mikilli yfirvegun. Hefur spilað 84 A-landsleiki og eiga þeir bara eftir að verða fleiri. Hefur verið fótboltaóð frá unga aldri og skírði til að mynda naggrísina sem hún átti sem barn í höfuðið á goðsögnunum Luis Figo og Zinedine Zidane. Eriksson er í sambandi með Pernille Harder, samherja sínum hjá Chelsea og besta leikmanni Danmerkur. Það yrði því forvitnileg barátta ef Svíþjóð og Danmörk mætast þegar líður á mótið. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Lia Wälti (Sviss) Lia Wälti gefur aldrei neitt eftir.EPA-EFE/PETER KLAUNZER Hin 29 ára gamla Wälti er fyrirliði og leiðtogi svissneska liðsins. Spilar með Arsenal og hefur gert síðan árið 2018. Fædd í þorpi þar sem íshokkí var allt í öllu en Wälti var alltaf meira fyrir takkaskó frekar en skauta. Hefur spilað 98 A-landsleiki og ætti að brjóta hundrað leikja múrinn á EM. View this post on Instagram A post shared by Lia Wa lti (@liawaelti)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00 Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Sjá meira
Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. 4. júlí 2022 10:00
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00