Erlendur ferðamaður lést í Almannagjá Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júlí 2022 17:06 Talið er að andlát mannsins í Almannagjá hafi verið af náttúrulegum ástæðum. Vísir/Vilhelm Erlendur ferðamaður um sjötugt hneig niður á gangi í Almannagjá á Þingvöllum á laugardag. Bráðaliðar hjá þjóðgarðinum komu fljótt á vettvang, að sögn þjóðgarðsvarðar, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Lögreglan segir málið vera í rannsókn en það sé enginn grunur um neitt saknæmt. Eftir að maðurinn hneig niður á laugardag veittu bráðaliðar hjá þjóðgarðinum fyrstu aðstoð ásamt starfsfólki þjóðgarðsins. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum. Mikill viðbúnaður lögreglu var á staðnum, lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð út frá Reykjavík og frá Selfossi auk þess sem þyrla frá Landhelgisgæslu lenti á svæðinu. Lögreglan á Suðurlandi segir málið vera í rannsókn en að ekki væri um slys að ræða heldur væri andlátið líklega af náttúrulegum ástæðum. Þá væri enginn grunur um neitt saknæmt. Aukinn fjöldi ferðamanna auki líkur á að eitthvað gerist Blaðamaður Vísis hafði samband við Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörð, sem sagði að sjúkraflutningamaður hjá þjóðgarðinum hefði komið fljótt á staðinn og að þær endurlífgunartilraunir sem hófust strax í kjölfarið hafi ekki borið árangur. Einar sagði að með auknum fjölda ferðamanna séu auknar líkur á að eitthvað á borð við þetta geti gerst. Það séu hins vegar oftar slys sem eigi sér stað frekar en atvik í líkingu við þetta. Í gegnum tíðina hafi starfsfólk Þingvalla hins vegar séð alls konar atvik. Þá sagði hann að beint í kjölfar atviksins hefði starfsfólk þjóðgarðsins farið vel í gegnum málið og haldið fund þar sem þau ræddu málið. Hann sagði að það væri mjög gott að hleypa svona hlutum strax út og að þeir starfsmenn sem hefðu komið að málinu með beinum hætti hafi boðist öll möguleg aðstoð sem væri í boði. Þingvellir Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Eftir að maðurinn hneig niður á laugardag veittu bráðaliðar hjá þjóðgarðinum fyrstu aðstoð ásamt starfsfólki þjóðgarðsins. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum. Mikill viðbúnaður lögreglu var á staðnum, lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð út frá Reykjavík og frá Selfossi auk þess sem þyrla frá Landhelgisgæslu lenti á svæðinu. Lögreglan á Suðurlandi segir málið vera í rannsókn en að ekki væri um slys að ræða heldur væri andlátið líklega af náttúrulegum ástæðum. Þá væri enginn grunur um neitt saknæmt. Aukinn fjöldi ferðamanna auki líkur á að eitthvað gerist Blaðamaður Vísis hafði samband við Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörð, sem sagði að sjúkraflutningamaður hjá þjóðgarðinum hefði komið fljótt á staðinn og að þær endurlífgunartilraunir sem hófust strax í kjölfarið hafi ekki borið árangur. Einar sagði að með auknum fjölda ferðamanna séu auknar líkur á að eitthvað á borð við þetta geti gerst. Það séu hins vegar oftar slys sem eigi sér stað frekar en atvik í líkingu við þetta. Í gegnum tíðina hafi starfsfólk Þingvalla hins vegar séð alls konar atvik. Þá sagði hann að beint í kjölfar atviksins hefði starfsfólk þjóðgarðsins farið vel í gegnum málið og haldið fund þar sem þau ræddu málið. Hann sagði að það væri mjög gott að hleypa svona hlutum strax út og að þeir starfsmenn sem hefðu komið að málinu með beinum hætti hafi boðist öll möguleg aðstoð sem væri í boði.
Þingvellir Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira