Býst við átökum í haust: „Ég er ekki bjartsýnn á framhaldið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. júlí 2022 21:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Sigurjón Formaður VR segir allt stefna í erfiðar kjaraviðræður í haust og á jafnvel von á átökum. Ekki sé hlustað á verkalýðshreyfinguna á meðan þeir ríkustu halda áfram að hagnast. Allt verði reynt til að berjast fyrir bættum kjörum en formaðurinn er ekki bjartsýnn. Verðbólgan heldur áfram að aukast en hún mældist 8,8 prósent í júnímánuði og hefur ekki verið hærri síðan í október 2009 en hagfræðingar spá allt að tíu prósent verðbólgu á næstu mánuðum. Samhliða þessu virðist áralangt skeið aukins kaupmáttar á niðurleið um þessar mundir. Allt þetta kemur til með að spila inn í kjarasamningsviðræður í haust. „Við munum sækja í rauninni alla þá kaupmáttarýrnun og lífskjararýrnun sem okkar félagsmenn verða fyrir í þessu ástandi, munum við sækja af fullum krafti og fullri hörku í næstu kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum til að hlífa heimilum landsins frá miklum vaxtahækkunum og verðbólgu og bent á ýmsar leiðir til að milda áhrifin eftir heimsfaraldurinn og stríðið í Úkraínu, svo fátt eitt sé nefnt, en áhrifin eru af ýmsum toga og dugar ekki aðeins að hækka laun. „Þetta er ekki bara launaliðurinn, það væri skammsýni að ætla sér að hækka bara launaliðinn til að standa undan öllum þeim kostnaðarhækkunum sem fólk hefur orðið fyrir,“ segir Ragnar og bendir til að mynda á hærra verð á bensíni, orku, fasteignum og leigu. Ekki bjartsýnn á framhaldið Á sama tíma halda þeir ríkustu þó áfram að taka meira til sín og er til að mynda horft fram á metár í arðgreiðslum. „Við erum ekki að sjá það að fyrirtæki eða efsta lag samfélagsins sé að praktísera það sem þeir eru að predika yfir almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að sýna ábyrgð og hófsemi,“ segir Ragnar. Þar vísar hann einnig til launahækkana þingmanna og ráðherra sem eru með öðru móti en hjá hinum almenna borgara. Ljóst er að langt verði á milli samningsaðila í haust en til viðbótar við þau aðkallandi vandamál sem landsmenn standa nú frammi fyrir er einnig ýmislegt sem stendur út af frá síðustu kjaraviðræðum. „Ég á von á mjög strembnum kjaraviðræðum og miðað við hvernig staðan er í dag á ég hreinlega von á átökum,“ segir Ragnar. Hreyfingin muni gera allt til að bæta í eins og hægt er en til þess þurfi margir að koma að. Margt vanti uppá til að félagsmenn geti haldið reisn og lifað mannsæmandi lífi. „Við höfum komið með tillögur að leiðum til þess að tala betur inn í kjarasamningana og það hefur ekki verið hlustað á okkur hingað til og ég á ekki von á að það breytist héðan af,“ segir Ragnar. „Ég er ekki bjartsýnn á framhaldið, því miður.“ Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Tengdar fréttir Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. 30. júní 2022 22:00 Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. 28. júní 2022 16:27 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Verðbólgan heldur áfram að aukast en hún mældist 8,8 prósent í júnímánuði og hefur ekki verið hærri síðan í október 2009 en hagfræðingar spá allt að tíu prósent verðbólgu á næstu mánuðum. Samhliða þessu virðist áralangt skeið aukins kaupmáttar á niðurleið um þessar mundir. Allt þetta kemur til með að spila inn í kjarasamningsviðræður í haust. „Við munum sækja í rauninni alla þá kaupmáttarýrnun og lífskjararýrnun sem okkar félagsmenn verða fyrir í þessu ástandi, munum við sækja af fullum krafti og fullri hörku í næstu kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað kallað eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum til að hlífa heimilum landsins frá miklum vaxtahækkunum og verðbólgu og bent á ýmsar leiðir til að milda áhrifin eftir heimsfaraldurinn og stríðið í Úkraínu, svo fátt eitt sé nefnt, en áhrifin eru af ýmsum toga og dugar ekki aðeins að hækka laun. „Þetta er ekki bara launaliðurinn, það væri skammsýni að ætla sér að hækka bara launaliðinn til að standa undan öllum þeim kostnaðarhækkunum sem fólk hefur orðið fyrir,“ segir Ragnar og bendir til að mynda á hærra verð á bensíni, orku, fasteignum og leigu. Ekki bjartsýnn á framhaldið Á sama tíma halda þeir ríkustu þó áfram að taka meira til sín og er til að mynda horft fram á metár í arðgreiðslum. „Við erum ekki að sjá það að fyrirtæki eða efsta lag samfélagsins sé að praktísera það sem þeir eru að predika yfir almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að sýna ábyrgð og hófsemi,“ segir Ragnar. Þar vísar hann einnig til launahækkana þingmanna og ráðherra sem eru með öðru móti en hjá hinum almenna borgara. Ljóst er að langt verði á milli samningsaðila í haust en til viðbótar við þau aðkallandi vandamál sem landsmenn standa nú frammi fyrir er einnig ýmislegt sem stendur út af frá síðustu kjaraviðræðum. „Ég á von á mjög strembnum kjaraviðræðum og miðað við hvernig staðan er í dag á ég hreinlega von á átökum,“ segir Ragnar. Hreyfingin muni gera allt til að bæta í eins og hægt er en til þess þurfi margir að koma að. Margt vanti uppá til að félagsmenn geti haldið reisn og lifað mannsæmandi lífi. „Við höfum komið með tillögur að leiðum til þess að tala betur inn í kjarasamningana og það hefur ekki verið hlustað á okkur hingað til og ég á ekki von á að það breytist héðan af,“ segir Ragnar. „Ég er ekki bjartsýnn á framhaldið, því miður.“
Kjaramál Stéttarfélög Verðlag Tengdar fréttir Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. 30. júní 2022 22:00 Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. 28. júní 2022 16:27 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09
Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. 30. júní 2022 22:00
Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. 28. júní 2022 16:27