Áhrifafólk í Miðflokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 16:24 Þau Erna Bjarnardóttir og Tómas Ellert Tómasson, flokksmenn Miðflokksins virðast ósammála mörgum þingmönnum Miðflokksins varðandi málefni kynsegin fólks í nýrri grein sem birtist á Vísi í dag. Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“. „Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Svona lýkur grein Ernu Bjarnardóttur, varaþingmaður Miðflokksins og Tómasar Ellerts Tómassonar, fyrrverandi bæjarfulltrúi sama flokks í Árborg. Þau virðast því á öndverðum meiði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessum málflokki sem hefur lengi talað gegn lögum um kynrænt sjálfræði og sumir hafa gengið svo langt að kalla orðræðu hans í málaflokki hinsegin- og transfólks hatursorðræðu. Ekki í neinum ágreiningi við neinn „Við Tómas Ellert vildum bara gera grein fyrir okkar sýn á þessi mál. Okkar sjónarmið eru formanni flokksins nokkuð kunn,“ segir Erna Bjarnadóttir í samtali við Vísi. Eruð þið þá ósátt við hvernig Sigmundur hefur talað um þessi málefni síðustu ár og misseri? „Ég tel bara að Miðflokkurinn eins og aðrir flokkar þurfi að taka umræðuna og vera með sín sjónarmið á hreinu. Við Tómas Ellert vildum bara hafa það alveg á hreinu hvar við stæðum í þessum málum.“ Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hún segist vilja undirstrika að lögin um kynrænt sjálfræði hafi verið lengi í vinnslu og verið sett fram til að koma til móts við nýjan tíðaranda og tryggja réttindi allra. „Við erum ekki í neinum ágreiningi við neinn, eins og ég segi höfum við átt samtöl við formann flokksins þannig við erum ekki að útmála neinn ágreining eða stilla þessu þannig fram. Við erum bara að segja frá því hver við erum.“ Erna vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvernig þau samtöl við Sigmund hafi verið. Vill að menn haldi sig við stefnu flokksins Varðandi gagnrýni á ummæli Sigmundar um kynsegin- og transfólk segir Erna að Sigmundur verði sjálfur að svara fyrir hana. „Við viljum bara að það komi skýrt fram fyrir hvað við stöndum. Við getum sagt það að við sjáum ástæðu til að það sé skýrt hver okkar afstaða sé.“ Tómas Ellert Tómasson svarar á sama hátt og vill ekki svara beint hvort hann sé ósammála eða ósáttur við framgöngu Sigmundar og annarra þingmanna Miðflokksins í málaflokknum. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. „Þetta er bara stefna Miðflokksins,“ segir Tómas í samtali við fréttstofu „Ég vil bara að menn haldi sig við stefnu miðflokksins.“ Hann segist að lokum vilja leyfa öðrum að meta hvort að þingmenn Miðflokksins hafi farið út fyrir stefnu flokksins með orðræðu sinni um hinsegin- og transfólk. Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
„Fyrir þremur árum tóku gildi hér á landi lög um kynrænt sjálfræði. Þau „…kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“ Þessi lög eru enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Svona lýkur grein Ernu Bjarnardóttur, varaþingmaður Miðflokksins og Tómasar Ellerts Tómassonar, fyrrverandi bæjarfulltrúi sama flokks í Árborg. Þau virðast því á öndverðum meiði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þessum málflokki sem hefur lengi talað gegn lögum um kynrænt sjálfræði og sumir hafa gengið svo langt að kalla orðræðu hans í málaflokki hinsegin- og transfólks hatursorðræðu. Ekki í neinum ágreiningi við neinn „Við Tómas Ellert vildum bara gera grein fyrir okkar sýn á þessi mál. Okkar sjónarmið eru formanni flokksins nokkuð kunn,“ segir Erna Bjarnadóttir í samtali við Vísi. Eruð þið þá ósátt við hvernig Sigmundur hefur talað um þessi málefni síðustu ár og misseri? „Ég tel bara að Miðflokkurinn eins og aðrir flokkar þurfi að taka umræðuna og vera með sín sjónarmið á hreinu. Við Tómas Ellert vildum bara hafa það alveg á hreinu hvar við stæðum í þessum málum.“ Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hún segist vilja undirstrika að lögin um kynrænt sjálfræði hafi verið lengi í vinnslu og verið sett fram til að koma til móts við nýjan tíðaranda og tryggja réttindi allra. „Við erum ekki í neinum ágreiningi við neinn, eins og ég segi höfum við átt samtöl við formann flokksins þannig við erum ekki að útmála neinn ágreining eða stilla þessu þannig fram. Við erum bara að segja frá því hver við erum.“ Erna vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvernig þau samtöl við Sigmund hafi verið. Vill að menn haldi sig við stefnu flokksins Varðandi gagnrýni á ummæli Sigmundar um kynsegin- og transfólk segir Erna að Sigmundur verði sjálfur að svara fyrir hana. „Við viljum bara að það komi skýrt fram fyrir hvað við stöndum. Við getum sagt það að við sjáum ástæðu til að það sé skýrt hver okkar afstaða sé.“ Tómas Ellert Tómasson svarar á sama hátt og vill ekki svara beint hvort hann sé ósammála eða ósáttur við framgöngu Sigmundar og annarra þingmanna Miðflokksins í málaflokknum. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. „Þetta er bara stefna Miðflokksins,“ segir Tómas í samtali við fréttstofu „Ég vil bara að menn haldi sig við stefnu miðflokksins.“ Hann segist að lokum vilja leyfa öðrum að meta hvort að þingmenn Miðflokksins hafi farið út fyrir stefnu flokksins með orðræðu sinni um hinsegin- og transfólk.
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira