Veður

Lítið um sumarveður næstu daga

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Vindur og væta minnka á föstudag, næsta lægð er ekki langt undan en von er á henni á laugardag með auknum vindi og rigningu.
Vindur og væta minnka á föstudag, næsta lægð er ekki langt undan en von er á henni á laugardag með auknum vindi og rigningu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Lítið virðist vera um sumarveður á næstu dögum en samkvæmt Veðurstofu liggur Ísland í lægðarbraut um þessar mundir. Því valdi öflug og þaulsetin lægð úti fyrir Biskajaflóa, sem beinir lægðum norður eftir til Íslands.

Í dag verður vindur með hægasta móti en skýjað nokkuð víða, smá regndropar gætu stungið sér niður öðru hverju. Einhverjir sólarkaflar eru þó líklegir á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.

Lægð úr suðvestri nálgast landið um síðdegi og veldur hún rigningu á landinu í nótt ásamt suðaustan 8 til 13 metrum á sekúndu. Lægðin verður stödd við Vestfirði í fyrramálið og því stífur vindur á landinu, eða suðvestan og vestan strekkingur eða jafnvel allhvass. Vætusamt á landinu, en þurrt að mestu austanlands og gæti hiti náð tuttugu stigum á Austfjörðum.

Vindur og væta minnka á föstudag, næsta lægð er ekki langt undan en von er á henni á laugardag með auknum vindi og rigningu.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Föstudagur

Vestan og norðvestan 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning og hiti víð 8 til 13 stig, en þurrt suðaustanlands með hita að 17 stigum. Lægir um kvöldið.


Laugardagur

Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum norðaustanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.


Sunnudagur

Suðvestan 5-13 m/s og dálítil rigning eða skúrir, en þurrt að kalla austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austfjörðum.


Mánudagur

Norðlæg átt og víða lítilsháttar væta, en þurrrt að mestu suðvestantil. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast syðst.


Þriðjudagur

Suðvestanátt með smáskúrum, en mildu í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×