Uppselt á Old Trafford þar sem England hefur leik á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 13:31 Lauren Hemp og Leah Williamson skemmta sér konunglega á æfingu. Þær eru hluti af einstaklega spennandi landsliði Englands. Lynne Cameron/Getty Images Það er gríðarleg spenna fyrir Evrópumóti kvenna í fótbolta sem hefst síðar í dag þegar England mætir Austurríki á Old Trafford. Uppselt er á leikinn og er Englendingurinn þegar farinn að velta fyrir sér, er hann að koma heim? Þegar kemur að fótbolta eru fáar þjóðir jafn fljótar að fara fram úr sér og Englendingar. Eftir frábæran árangur Englands á Evrópumóti karla síðasta sumar þá er spennan gríðarleg fyrir komandi Evrópumóti kvenna. Ekki er nóg með að mótið fari fram í Englandi heldur er uppselt á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og samkvæmt Opta er England líklegasti sigurvegari mótsins ásamt Frakklandi. Grab yourself some paracetamol, as there's a case of Euro 2022 FEVER today. Ahead of England vs. Austria tonight, check out all out our #WEURO2022 preview content. Group previews. Tournament predictions. Players to watch. — The Analyst (@OptaAnalyst) July 6, 2022 Sem stendur eru 19 prósent líkur að England sigri Evrópumótið. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært í undankeppni HM 2023 og virðist sem ráðningin á hinni hollensku Sarina Wiegman hafi verið besta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins í fleiri ár. Hin 52 ára Wiegman er þaulreynd og hefur gert enska liðið að ógnarsterku liði sem er til alls líklegt. Liðið býr yfir mikilli reynslu í leikmönnum á borð við Millie Bright, Lucy Bronze, Fran Kirby og Ellen White. Að sama skapi er liðið fullt af gríðarlega efnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum, má þar nefna Lauren Hemp, Alessia Russo og Georgia Stanway. England leikur í A-riðli ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Mótið hefst fyrir framan rúmlega 70 þúsund manns á Old Trafford í Manchester þegar England tekur á móti Austurríki. Það er gríðarleg spenna fyrir mótinu í Englandi og er enska þjóðin þegar farin að syngja með laginu „Three Lions“ eða eins og það er betur þekkt: „Football´s Coming Home.“ Nú er bara að bíða og sjá hvort England standi sig á stóra svðinu eða geri í buxurnar eins og svo oft áður þegar pressan er hvað mest. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Þegar kemur að fótbolta eru fáar þjóðir jafn fljótar að fara fram úr sér og Englendingar. Eftir frábæran árangur Englands á Evrópumóti karla síðasta sumar þá er spennan gríðarleg fyrir komandi Evrópumóti kvenna. Ekki er nóg með að mótið fari fram í Englandi heldur er uppselt á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og samkvæmt Opta er England líklegasti sigurvegari mótsins ásamt Frakklandi. Grab yourself some paracetamol, as there's a case of Euro 2022 FEVER today. Ahead of England vs. Austria tonight, check out all out our #WEURO2022 preview content. Group previews. Tournament predictions. Players to watch. — The Analyst (@OptaAnalyst) July 6, 2022 Sem stendur eru 19 prósent líkur að England sigri Evrópumótið. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært í undankeppni HM 2023 og virðist sem ráðningin á hinni hollensku Sarina Wiegman hafi verið besta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins í fleiri ár. Hin 52 ára Wiegman er þaulreynd og hefur gert enska liðið að ógnarsterku liði sem er til alls líklegt. Liðið býr yfir mikilli reynslu í leikmönnum á borð við Millie Bright, Lucy Bronze, Fran Kirby og Ellen White. Að sama skapi er liðið fullt af gríðarlega efnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum, má þar nefna Lauren Hemp, Alessia Russo og Georgia Stanway. England leikur í A-riðli ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Mótið hefst fyrir framan rúmlega 70 þúsund manns á Old Trafford í Manchester þegar England tekur á móti Austurríki. Það er gríðarleg spenna fyrir mótinu í Englandi og er enska þjóðin þegar farin að syngja með laginu „Three Lions“ eða eins og það er betur þekkt: „Football´s Coming Home.“ Nú er bara að bíða og sjá hvort England standi sig á stóra svðinu eða geri í buxurnar eins og svo oft áður þegar pressan er hvað mest.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira